Valgeir algjörlega í öngum sínum og þjálfarinn vill VAR Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 07:31 Valgeir Lunddal Friðriksson reyndi sitt allra besta til að fá dómarann til að hætta við að dæma vítaspyrnu. Skjáskot/Discovery+ Valgeir Lunddal Friðriksson reyndist ákveðinn örlagavaldur, á slæman hátt, þegar lið hans Häcken varð að sætta sig við 1-0 tap gegn Djurgården í Stokkhólmi, í mikilvægum slag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eina mark leiksins kom eftir vítaspyrnu sem dómarinn ákvað að dæma þar sem hann taldi að boltinn hefði farið í hönd Valgeirs, á 70. mínútu, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Valgeir trúði ekki eigin augum þegar hann sá að dómarinn hefði dæmt víti og reyndi ákaft að fá dómarann ofan af því og skilja að boltinn hefði farið í búk hans. Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn og viðbrögð Valgeirs og félaga hans. Repris på situationen pic.twitter.com/8H5IHIqATQ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 24, 2023 Eftir leik kallaði þjálfari Valgeirs eftir því að myndbandsdómgæsla (VAR) yrði tekin upp í Svíþjóð, og Valgeir ítrekaði að hann hefði ekki fengið boltann í höndina heldur í maga eða brjóstkassa: „Þetta var ekkert víti. Dómarinn gerði mistök,“ sagði Valgeir. „Fór í brjóstkassann á Valgeiri“ Per-Mathias Høgmo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, er þjálfari Häcken og hann var illur í leiksklok. „Boltinn fór í brjóstkassann á Valgeiri Friðrikssyni. Djurgården hefur spilað tvo heimaleiki, í þeim fyrri var klár rangstaða og svo þetta hérna. Þetta gengur ekki,“ sagði Høgmo við Discovery+. „Það er verið að dæma til að bæta fyrir eitthvað. Eins slæmt og það verður. Ég er hundsvekktur. Þetta er ekki nógu gott. Ég óska Djurgården til hamingju með sigurinn en ég er alls ekki hrifinn af þessu. Dómarinn getur ekki verið viss um þetta,“ sagði Høgmo og fór svo að kalla eftir notkun VAR í Svíþjóð, sem hann sagði hafa heppnast vel í Noregi. „Ég skil að stuðningsmenn vilji halda í tilfinningarnar en í Noregi erum við áfram með mikla pressu og frábæra stemningu. Ég er bara viss um að VAR er eitthvað sem myndi gera okkur öll betri og sjá til þess að minni orka færi í að ræða einhver svona mál,“ sagði Høgmo. Þetta var þriðja tap Häcken í tíu leikjum á tímabilinu og er liðið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, nú sex stigum á eftir toppliði Malmö. Liðið er þremur stigum fyrir ofan Djurgården sem komst upp í 5. sæti. Sænski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Eina mark leiksins kom eftir vítaspyrnu sem dómarinn ákvað að dæma þar sem hann taldi að boltinn hefði farið í hönd Valgeirs, á 70. mínútu, eftir fyrirgjöf frá vinstri. Valgeir trúði ekki eigin augum þegar hann sá að dómarinn hefði dæmt víti og reyndi ákaft að fá dómarann ofan af því og skilja að boltinn hefði farið í búk hans. Hér að neðan má sjá vítaspyrnudóminn og viðbrögð Valgeirs og félaga hans. Repris på situationen pic.twitter.com/8H5IHIqATQ— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 24, 2023 Eftir leik kallaði þjálfari Valgeirs eftir því að myndbandsdómgæsla (VAR) yrði tekin upp í Svíþjóð, og Valgeir ítrekaði að hann hefði ekki fengið boltann í höndina heldur í maga eða brjóstkassa: „Þetta var ekkert víti. Dómarinn gerði mistök,“ sagði Valgeir. „Fór í brjóstkassann á Valgeiri“ Per-Mathias Høgmo, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, er þjálfari Häcken og hann var illur í leiksklok. „Boltinn fór í brjóstkassann á Valgeiri Friðrikssyni. Djurgården hefur spilað tvo heimaleiki, í þeim fyrri var klár rangstaða og svo þetta hérna. Þetta gengur ekki,“ sagði Høgmo við Discovery+. „Það er verið að dæma til að bæta fyrir eitthvað. Eins slæmt og það verður. Ég er hundsvekktur. Þetta er ekki nógu gott. Ég óska Djurgården til hamingju með sigurinn en ég er alls ekki hrifinn af þessu. Dómarinn getur ekki verið viss um þetta,“ sagði Høgmo og fór svo að kalla eftir notkun VAR í Svíþjóð, sem hann sagði hafa heppnast vel í Noregi. „Ég skil að stuðningsmenn vilji halda í tilfinningarnar en í Noregi erum við áfram með mikla pressu og frábæra stemningu. Ég er bara viss um að VAR er eitthvað sem myndi gera okkur öll betri og sjá til þess að minni orka færi í að ræða einhver svona mál,“ sagði Høgmo. Þetta var þriðja tap Häcken í tíu leikjum á tímabilinu og er liðið í 3. sæti deildarinnar með 19 stig, nú sex stigum á eftir toppliði Malmö. Liðið er þremur stigum fyrir ofan Djurgården sem komst upp í 5. sæti.
Sænski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira