Telja Slot hafa verið að nota Tottenham Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2023 11:30 Arne Slot stýrði Feyenoord til hollenska meistaratitilsins. Getty/Dennis Bresser Nú er orðið ljóst að Arne Slot verður ekki næsti knattspyrnustjóri Tottenham en hann hafði verið orðaður við starfið. Slot segist vilja halda áfram starfi sínu hjá Feyenoord sem hann gerði að hollenskum meistara í ár. Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Slot fundaði með forráðamönnum Feyenoord í gær varðandi framlengingu á samningi sínum hjá félaginu og er fastlega búist við því að hann stýri liðinu áfram. Arne Slot will sign a new contract at Feyenoord very soon. The agreement has been reached during yesterday s meeting and it will be sealed soon. #Feyenoord #THFCSlot decision won t change. He s set to stay and won t join Tottenham. pic.twitter.com/SM8M9oNT9m— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 25, 2023 Sky Sports hefur eftir heimildum að forráðamenn Tottenham telji Slot eingöngu hafa verið að nota áhuga enska félagsins til að fá betri samning hjá Feyenoord, en talið er fullvíst að hann skrifi undir nýjan samning við félagið. Sky segir einnig að áhugi Tottenham á að fá Slot hafi horfið þegar í ljós kom hver kostnaðurinn yrði við að losa hann frá Feyenoord. Komið hafi í ljós að klásúla í samningi hans, um að hann væri falur fyrir fimm milljónir punda, yrði ekki virk fyrr en á næsta ári en að það myndi kosta um 10 milljónir punda að fá hann núna, auk fimm milljóna punda fyrir starfslið hans. Slot tjáði sig um sín mál í dag og sagði: „Ég hef heyrt mikið af orðrómi um áhuga á mér. Þó að ég sé þakklátur fyrir það þá er það minn vilji að halda kyrru fyrir hjá Feyenoord og halda áfram því starfi sem við höfum unnið síðastliðið ár.“ Slot sagði sömuleiðis að engar viðræður hefðu átt sér stað við annað félag en Feyenoord og að viðræður sínar við félagið hefðu eingöngu verið varðandi framlengingu á samningi. Biðin eftir nýjum stjóra lengist Tottenham er í leit að framtíðarstjóra eftir að Antonio Conte var rekinn í mars. Cristian Stellini var ráðinn til bráðabirgða en rekinn eftir aðeins fjóra leiki, og Ryan Mason tók þá við til að stýra liðinu út leiktíðina. Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið fjögur stig úr sex leikjum undir stjórn Mason. Liðið mætir Leeds í lokaumferð deildarinnar á sunnudag. Á meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við stjórastarfið hjá Tottenham er Julian Nagelsmann, fyrrverandi stjóri Bayern München, en engar viðræður fóru í gang við hann. Púlsinn var tekinn á Roberto de Zerbi, sem er búinn að stýra Brighton inn í Evrópudeildina, samkvæmt blaðamanninum Guillem Balague. Tottenham var einnig orðað við Vincent Kompany, stjóra Jóhanns Bergs Guðmundssonar hjá Burnley, áður en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira