Umfjöllun: Víkingur - Valur 2-3 | Sigurganga Víkinga á enda Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2023 21:15 Tryggvi Hrafn var allt í öllu hjá Val. Vísir/Diego Valur batt enda á sigurgöngu Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Víkingar unnið átta leiki í röð á meðan Valur var í basli eftir að falla úr leik í Mjólkurbikarnum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur og gera jafntefli við Keflavík. Það var ekki að sjá í kvöld þar sem Valur kom, sá og sigraði í Víkinni þrátt fyrir að vera átta stigum á eftir Víkingum þegar leikurinn hófst. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið voru greinilega mætt til þess að sækja sigur í leiknum. Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fékk gott færi á 8. mínútu þegar Logi Tómasson gaf góða fyrirgjöf beint á höfuðið á Nikolaj sem náði góðum skalla en Frederik Schram í marki Vals varði vel. Tíu mínútum síðar fengu liðin sitthvort dauðafærið. Fyrst var það Birnir Snær Ingason sem fékk sendingu á fjær frá Helga Guðjónssyni en náði ekki að skora fyrsta mark leiksins fyrir Víking. Strax hinum megin átti Tryggvi Hrafn góðan sprett upp vinstra megin og lagði boltann út í teiginn á Kristinn Freyr. Kristinn renndi boltanum til Arons Jóhannssonar sem reyndi viðstöðulaust skot. Skot Aron var fast en ekki nægilega neðarlega og skall í þverslánni. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks róaðist leikurinn aðeins og það kom meira jafnvægi á liðin. Valsmenn voru þó í töluverðum vandræðum með uppspilið gegn vindinum sem bættist í þegar á leið. Bæði lið fengu tækifæri til þess að gera fyrsta mark leiksins en allt kom fyrir ekki og staðan í hálfleik markalaus, 0-0. Síðari hálfleikur fór sömuleiðis fjörlega af stað eins og sá fyrri. Erlingur Agnarsson hefði viljað skora fyrsta markið á 55. mínútu þegar Arnór Borg sendi góða sendingu á aleinan Erling í teig Valsmanna en Frederik náði að verja. Fyrsta mark leiksins leit svo dagsins ljós á 59. mínútu eftir frábært spil Valsmanna. Kristinn Freyr sendi boltann út á Adam Ægi sem fann Birki Má í hlaupinu fyrir aftan vörn Víkinga. Birkir kom með sendinguna út í teiginn beint á Tryggva Hrafn sem kláraði þægilega í netið. Það var svo þremur mínútum síðar sem Tryggvi Hrafn var búinn að tvöfalda forystu Vals með sínu sjötta marki í deildinni í ár. Aron Jóhannsson átti þá magnaða sendingu yfir allan völlinn á Tryggva Hrafn sem kom inn á völlinn og kláraði vel í fjærhornið. Það tók Víkinga 6 mínútur að minnka muninn. Þá kom fyrirgjöf frá hægri inn í teig Valsmanna og Frederik Schram var í vandræðum með að blaka boltanum frá. Helgi Guðjónsson sendi boltann aftur fyrir markið og Nikolaj Hansen skoraði. Staðan 1-2 þegar 69 mínútur voru liðnar af leiknum. Tryggvi Hrafn var svo arkitektinn að þriðja marki Vals á 73. mínútu. Sigurður Egill átti langa sendingu fram völlinn og boltinn spíttist áfram eftir skallaeinvígi Ekroth og Andra Rúnars. Tryggvi Hrafn var fyrstur að átta sig og stakk Karl Friðleif af. Tryggvi lagði boltann út í teiginn á Aron Jó skoraði auðveldlega. Leikurinn var hægt og rólega að renna út í sandinn þegar Víkingar náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma. Erlingur Agnarsson átti þá sendingu fyrir mark Vals sem hvorki Davíð Örn nér Elfar Freyr náðu að komast inn í. Boltinn alla leið til Frederiks sem misreiknaði hann, missti milli fóta sér og yfir línuna. Lokatölur eftir stórkostlegan síðari hálfleik 2-3. Fyrsta tap Víkings í deildinni í ár staðreynd og Valsmenn minnka forystu þeirra niður í fimm stig. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru ofboðslega þéttir varnarlega og þeim tókst að loka vel á þær leiðir sem Víkingum hefur gengið vel með að fara í sumar. Hlynur Freyr var algjör lykill í varnaleiknum en hann tók Nikolaj Hansen í gjörgæslu í 90 mínútur í dag. Aron Jó og Tryggvi Hrafn náðu vel saman til þess að klára þennan leik með góðum sóknum. Víkingar áttu engin svör. Hverjir stóðu upp úr? Það voru bara Valsmenn í dag. Tryggvi Hrafn frábær í síðari hálfleik. Tvö mörk og ein stoðsending gerði út um leikinn. Hraði og tækni sem hann býr yfir er illviðráðanleg í Bestu deildinni á Íslandi. Aron Jó bæði skoraði og lagði upp. Frábær á miðjunni hjá Val. Maður leiksins að mínu mati var Hlynur Freyr Karlsson sem límdi saman vörn Valsmanna. Spilaði bara þar sem Nikolaj var, skallaði frá alla bolta sem ætlaðir voru Nikolaj og stoppaði fjöldan allan af sóknum Víkinga. Hvað mætti betur fara? Það var eins og þegar Valur lokaði leið A fyrir Víking þá hefðu þeir engin ráð hvað væri best að gera. Valsmenn voru þéttir og Víkingar náðu ekki að refsa þeim hratt. Hvað gerist næst? Bæði lið spila á föstudagskvöldið kl 19:15. Víkingar heimsækja Breiðablik á Kópvogsvöll í risa leik á meðan Valur fær FH í heimsókn á Hlíðarenda þar sem Heimir Guðjónsson mætir til liðsins sem rak hann í fyrra. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Valur
Valur batt enda á sigurgöngu Víkings í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Víkingar unnið átta leiki í röð á meðan Valur var í basli eftir að falla úr leik í Mjólkurbikarnum gegn Lengjudeildarliði Njarðvíkur og gera jafntefli við Keflavík. Það var ekki að sjá í kvöld þar sem Valur kom, sá og sigraði í Víkinni þrátt fyrir að vera átta stigum á eftir Víkingum þegar leikurinn hófst. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið voru greinilega mætt til þess að sækja sigur í leiknum. Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, fékk gott færi á 8. mínútu þegar Logi Tómasson gaf góða fyrirgjöf beint á höfuðið á Nikolaj sem náði góðum skalla en Frederik Schram í marki Vals varði vel. Tíu mínútum síðar fengu liðin sitthvort dauðafærið. Fyrst var það Birnir Snær Ingason sem fékk sendingu á fjær frá Helga Guðjónssyni en náði ekki að skora fyrsta mark leiksins fyrir Víking. Strax hinum megin átti Tryggvi Hrafn góðan sprett upp vinstra megin og lagði boltann út í teiginn á Kristinn Freyr. Kristinn renndi boltanum til Arons Jóhannssonar sem reyndi viðstöðulaust skot. Skot Aron var fast en ekki nægilega neðarlega og skall í þverslánni. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks róaðist leikurinn aðeins og það kom meira jafnvægi á liðin. Valsmenn voru þó í töluverðum vandræðum með uppspilið gegn vindinum sem bættist í þegar á leið. Bæði lið fengu tækifæri til þess að gera fyrsta mark leiksins en allt kom fyrir ekki og staðan í hálfleik markalaus, 0-0. Síðari hálfleikur fór sömuleiðis fjörlega af stað eins og sá fyrri. Erlingur Agnarsson hefði viljað skora fyrsta markið á 55. mínútu þegar Arnór Borg sendi góða sendingu á aleinan Erling í teig Valsmanna en Frederik náði að verja. Fyrsta mark leiksins leit svo dagsins ljós á 59. mínútu eftir frábært spil Valsmanna. Kristinn Freyr sendi boltann út á Adam Ægi sem fann Birki Má í hlaupinu fyrir aftan vörn Víkinga. Birkir kom með sendinguna út í teiginn beint á Tryggva Hrafn sem kláraði þægilega í netið. Það var svo þremur mínútum síðar sem Tryggvi Hrafn var búinn að tvöfalda forystu Vals með sínu sjötta marki í deildinni í ár. Aron Jóhannsson átti þá magnaða sendingu yfir allan völlinn á Tryggva Hrafn sem kom inn á völlinn og kláraði vel í fjærhornið. Það tók Víkinga 6 mínútur að minnka muninn. Þá kom fyrirgjöf frá hægri inn í teig Valsmanna og Frederik Schram var í vandræðum með að blaka boltanum frá. Helgi Guðjónsson sendi boltann aftur fyrir markið og Nikolaj Hansen skoraði. Staðan 1-2 þegar 69 mínútur voru liðnar af leiknum. Tryggvi Hrafn var svo arkitektinn að þriðja marki Vals á 73. mínútu. Sigurður Egill átti langa sendingu fram völlinn og boltinn spíttist áfram eftir skallaeinvígi Ekroth og Andra Rúnars. Tryggvi Hrafn var fyrstur að átta sig og stakk Karl Friðleif af. Tryggvi lagði boltann út í teiginn á Aron Jó skoraði auðveldlega. Leikurinn var hægt og rólega að renna út í sandinn þegar Víkingar náðu að klóra í bakkann í uppbótartíma. Erlingur Agnarsson átti þá sendingu fyrir mark Vals sem hvorki Davíð Örn nér Elfar Freyr náðu að komast inn í. Boltinn alla leið til Frederiks sem misreiknaði hann, missti milli fóta sér og yfir línuna. Lokatölur eftir stórkostlegan síðari hálfleik 2-3. Fyrsta tap Víkings í deildinni í ár staðreynd og Valsmenn minnka forystu þeirra niður í fimm stig. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru ofboðslega þéttir varnarlega og þeim tókst að loka vel á þær leiðir sem Víkingum hefur gengið vel með að fara í sumar. Hlynur Freyr var algjör lykill í varnaleiknum en hann tók Nikolaj Hansen í gjörgæslu í 90 mínútur í dag. Aron Jó og Tryggvi Hrafn náðu vel saman til þess að klára þennan leik með góðum sóknum. Víkingar áttu engin svör. Hverjir stóðu upp úr? Það voru bara Valsmenn í dag. Tryggvi Hrafn frábær í síðari hálfleik. Tvö mörk og ein stoðsending gerði út um leikinn. Hraði og tækni sem hann býr yfir er illviðráðanleg í Bestu deildinni á Íslandi. Aron Jó bæði skoraði og lagði upp. Frábær á miðjunni hjá Val. Maður leiksins að mínu mati var Hlynur Freyr Karlsson sem límdi saman vörn Valsmanna. Spilaði bara þar sem Nikolaj var, skallaði frá alla bolta sem ætlaðir voru Nikolaj og stoppaði fjöldan allan af sóknum Víkinga. Hvað mætti betur fara? Það var eins og þegar Valur lokaði leið A fyrir Víking þá hefðu þeir engin ráð hvað væri best að gera. Valsmenn voru þéttir og Víkingar náðu ekki að refsa þeim hratt. Hvað gerist næst? Bæði lið spila á föstudagskvöldið kl 19:15. Víkingar heimsækja Breiðablik á Kópvogsvöll í risa leik á meðan Valur fær FH í heimsókn á Hlíðarenda þar sem Heimir Guðjónsson mætir til liðsins sem rak hann í fyrra.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti