Fjögur þúsund kvartað yfir draugabremsun Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 08:24 Þúsundir hafa kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu og draugabremsun. Vísir/Vilhelm Bílaframleiðandinn Tesla hefur fengið þúsundir kvartana vegna aðstoðarkerfis ökumanna. Einnig hefur fyrirtækinu mistekist að verja upplýsingar um viðskiptavini og starfsmenn. Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022. Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Þýska viðskiptablaðið Handelsblatt greinir frá þessu í umfjöllun sem kölluð er „Teslu-skjölin.“ En þau eru byggð á hundrað gígabætum af gögnum sem uppljóstrari lak til blaðsins. Í gögnunum má finna hundrað þúsund nöfn núverandi og fyrrverandi starfsmanna, kennitölur, tölvupóstföng, símanúmer, og launaupplýsingar. Meðal annars upplýsingar um eigandann, Elon Musk. Einnig bankaupplýsingar kaupanda Teslu bíla og leyniupplýsingar varðandi framleiðslu bílanna. Háar sektir Samkvæmt breska blaðinu The Guardian hefur gagnaverndarskrifstofan í Brandenburg, þar sem Tesla framleiðir bíla, lýst lekanum sem alvarlegum og stórum. Í gögnunum eru meðal annars upplýsingar um eigandann Elon Musk.Getty „Ég man ekki eftir svona stórum leka,“ sagði Dagmar Harge, fulltrúi stofnunarinnar. Gæti Tesla þurft að greiða um 3,5 milljarða bandaríkjadollara í sektir vegna þessa. Eða fjögur prósent af árlegri sölu. Hraðaaukning og draugabremsun Fyrir utan lekann um viðskiptavini og starfsmenn þá leiðir uppljóstrunin í ljós að þúsundir hafa kvartað til fyrirtækisins vegna aðstoðarkerfi ökumanna. Þar af hafa um fjögur þúsund manns kvartað yfir skyndilegri hraðaaukningu eða „drauga bremsun.“ Samkvæmt Handelsblatt hefur Tesla brugðist við lekanum. Að sögn bílaframleiðandans liggur grunur um að um sé að ræða óánægðan fyrrverandi starfsmann sem lak upplýsingunum. Hann hafi misnotað stöðu sína sem tæknimaður og Tesla muni lögsækja viðkomandi. Deildu myndum Þetta er ekki eini lekinn hjá Tesla að undanförnu. Fyrir aðeins mánuði síðan greindi fréttastofan Reuters frá því að hópur starfsmanna Tesla hefði deilt myndum og myndböndum úr bílamyndavélum Tesla eigenda frá árunum 2019 til 2022.
Tesla Þýskaland Holland Bílar Tengdar fréttir Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla. 7. apríl 2023 08:23