Heimir: Við spiluðum fyrir fólkið Kári Mímisson skrifar 28. maí 2023 21:59 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum hæstánægður með 4-3 sigur FH á HK í Kaplakrika nú í kvöld. FH lenti þrisvar sinnum undir í leiknum en náði að jafna í öll skiptin og það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið FH-inga hér í kvöld. „Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“ Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10