Segir Haukana líklegri til að landa þeim stóra þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. maí 2023 23:31 Haukar geta stolið Íslandsmeistaratitlinum af ÍBV annað kvöld. vísir/hulda margrét Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, segir að þrátt fyrir að ÍBV eigi heimaleik er liðið mætir Haukum í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld þá telji hann Haukana líklegri til að landa þeim stóra. Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp. Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Eyjamenn höfðu farið taplausir í gegnum bæði átta liða- og undanúrslitin gegn Stjörnunni og FH og allt stefndi í að liðið myndi gera slíkt hið sama gegn Haukum í úrslitaeinvíginu. ÍBV vann fyrstu tvo leikina og liðið gat tryggt sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með sigri á heimavelli fyrir framan trofulla höll á föstudagskvöldi. Kjöraðstæður fyrir gott partý. Haukarnir tóku sig hins vegar til og skemmdu partýið. Þeir unnu þriðja leik liðanna með sex marka mun og jöfnuðu svo metin í einvíginu með þriggja marka sigri á Ásvöllum í gær í leik þar sem Haukar höfðu í raun yfirhöndina frá fyrstu mínútu. Teddi segir það þó ekki endilega hafa komið sér á óvart að Haukarnir hafi jafnað metin í gær. „Nei, ekki eftir leik þrjú. En hvernig þetta er búið að þróast eftir leik eitt og tvö, já vissulega,“ sagði Teddi í síðasta þætti af Handkastinu. „Ég spáði því nú í símtalinu við þig fyrir leik númer fjögur að þetta myndi fara í framlengingu og að ÍBV myndi klára þetta þar. En hvernig þessi leikur þróaðist, jú það kom mér á óvart og hversu ótrúlega mikið tak Haukarnir virðast vera búnir að ná á ÍBV núna.“ „Mér finnst þetta bara vera að þróast þannig að þrátt fyrir að ÍBV sé á heimavelli með öllu því sem því fylgir - en ef við horfum á þetta út frá handboltanum, út frá taktík og bara standinu á mönnum og hvernig liðin eru að vaxa og annað - þá finnst mér bara Haukarnir, eins og staðan er núna, vera líklegri til að landa þessu á morgun,“ sagði Teddi. Umfjöllun þeirra félaga um úrslitaeinvígi Hauka og ÍBV, og seinasta hlaðvarpsþátt Handkastsins í heild sinni, má finna í spilaranum hér fyrir neðan. ÍBV tekur á móti Haukum í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað kvöld, miðvikudag, klukkan 19:00 og verður hann að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja sína upphitun fyrir leikinn klukkustund áður og mæta svo aftur á skjáinn að leik loknum og gera hann upp.
Olís-deild karla Haukar ÍBV Handkastið Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira