Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2023 19:01 Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. Atvikið átti sér stað síðasta sumar á heimfarardegi stúlkunnar þegar hún segir starfsmann með þroskaskerðingu hafa brotið á sér kynferðislega. Foreldrar stúlkunnar stigu fram í viðtali við Heimildina þar sem þeir gagnrýndu viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Reykjadals. Sumarbúðirnar eru fyrir börn með fötlun og hefur lögregla haft málið til rannsóknar. Atvikið var tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem safnaði gögnum og ræddi við foreldra stúlkunnar, lögreglu og stjórnendur Reykjadals í því skyni að leita skýringa á því hvers vegna atvikið gat átt sér stað og koma með tillögur að úrbótum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ein án eftirlits Forstjóri stofnunarinnar segir að á heimferðardegi stúlkunnar hafi verið álag í þjónustunni sem varð til þess að eftirlit með barninu var ekki tryggt. „Og það skapast aðstæður þar sem utanaðkomandi starfsmaður, sem er í verndaðri vinnu, kemst inn í herbergi hjá barninu og lokar að þeim. Þau eru ein í stutta stund án eftirlits,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Ekki tafarlaust hringt á lögreglu Stofnunin telur að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals þegar upp komst um atvikið og að viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar þar sem jafnframt segir að verkferla skorti sem leiddi til þess að starfsfólk þekkti ekki til hvers ætti að grípa við þessar aðstæður. Vegna þessa hafi meintur gerandi verið færður af vettvangi í stað þess að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Enn fremur hafi lök, með mögulegum lífsýnum, verið tekin af rúmum og sett í hrúgu áður en lögregla kom á staðinn. Tillögur að úrbótum eru lagðar fram í skýrslunni.arnar halldórsson Úrbóta þörf Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem Herdís segir að unnar hafi verið í samráði við stjórnendur Reykjadals. „Af því að okkur þótti í raun vera það miklar brotalamir í starfseminni hvað þennan þátt varðar að við vildum fylgja því eftir sérstaklega.“ Lögð er áhersla á að börn séu aldrei án eftirlits og að mönnun sé í samræmi við álag. „Og við höfum lagt líka mjög ríka áherslu á að fylgja því eftir að þau þjálfi starfsfólk í þessum verkferlum þannig fólk kunni réttu viðbrögðin ef eitthvað þessu líkt kemur upp aftur.“ Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðasta sumar á heimfarardegi stúlkunnar þegar hún segir starfsmann með þroskaskerðingu hafa brotið á sér kynferðislega. Foreldrar stúlkunnar stigu fram í viðtali við Heimildina þar sem þeir gagnrýndu viðbrögð starfsfólks og stjórnenda Reykjadals. Sumarbúðirnar eru fyrir börn með fötlun og hefur lögregla haft málið til rannsóknar. Atvikið var tilkynnt til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem safnaði gögnum og ræddi við foreldra stúlkunnar, lögreglu og stjórnendur Reykjadals í því skyni að leita skýringa á því hvers vegna atvikið gat átt sér stað og koma með tillögur að úrbótum til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Ein án eftirlits Forstjóri stofnunarinnar segir að á heimferðardegi stúlkunnar hafi verið álag í þjónustunni sem varð til þess að eftirlit með barninu var ekki tryggt. „Og það skapast aðstæður þar sem utanaðkomandi starfsmaður, sem er í verndaðri vinnu, kemst inn í herbergi hjá barninu og lokar að þeim. Þau eru ein í stutta stund án eftirlits,“ segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála. Ekki tafarlaust hringt á lögreglu Stofnunin telur að alvarlegur misbrestur hafi verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals þegar upp komst um atvikið og að viðbrögð hafi verið ámælisverð og ómarkviss. Þetta kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar þar sem jafnframt segir að verkferla skorti sem leiddi til þess að starfsfólk þekkti ekki til hvers ætti að grípa við þessar aðstæður. Vegna þessa hafi meintur gerandi verið færður af vettvangi í stað þess að hafa tafarlaust samband við lögreglu. Enn fremur hafi lök, með mögulegum lífsýnum, verið tekin af rúmum og sett í hrúgu áður en lögregla kom á staðinn. Tillögur að úrbótum eru lagðar fram í skýrslunni.arnar halldórsson Úrbóta þörf Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að úrbótum sem Herdís segir að unnar hafi verið í samráði við stjórnendur Reykjadals. „Af því að okkur þótti í raun vera það miklar brotalamir í starfseminni hvað þennan þátt varðar að við vildum fylgja því eftir sérstaklega.“ Lögð er áhersla á að börn séu aldrei án eftirlits og að mönnun sé í samræmi við álag. „Og við höfum lagt líka mjög ríka áherslu á að fylgja því eftir að þau þjálfi starfsfólk í þessum verkferlum þannig fólk kunni réttu viðbrögðin ef eitthvað þessu líkt kemur upp aftur.“
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33 Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. 1. júní 2023 14:33
Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. 24. mars 2023 15:15