Krónan uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til gjaldmiðla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. júní 2023 23:57 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi fostætisráðherra. Stöð 2/Egill „Svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir vaxtaákvarðanir Seðlabankans ná til afar þröngs hóps í samfélaginu sem valdi skekkju í hagkerfinu. Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan. Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Í pistli sínum á Eyjunni segir Þorsteinn það alvarlega í stöðunni vera þá staðreynd að vextir hér á landi þurfi að vera þrefalt hærri hér en í grannlöndunum til að vinna á svipaðri verðbólgu. Það vilji ríkisstjórnin ekki ræða. Hann ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Þetta er stærsta skekkjan í okkar þjóðarbúskap. Þegar það eru skekkjur í hagkerfinu þá verða menn að ræða af hverju það sé. Auðvitað er það mjög alvarlegt þegar vextir þurfa að vera þrefalt hærri til að vinna á sömu verðbólgu, þá er eitthvað að,“ segir Þorsteinn. Þessa skekkju segir hann tilkomna þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans nái til þröngs hóps í samfélaginu. „Stór hópur fyrirtækja gerir upp í erlendri mynt og tekur lán í erlendri mynt. Þau fyrirtæki lúta bara aðhaldi Seðlabanka Evrópu og Seðlabanka Bandaríkjanna. Annar hluti í þjóðfélaginu skuldar verðtryggð lán sem Seðlabankinn hefur mjög lítil áhrif á. Þriðji hlutinn er fólk sem er að kaupa sér íbúð og lítil eða meðalstór fyrritæki.“ Afleiðing af þessu séu mun meiri vaxtahækkanir, ólíkt því sem gerist í grannlöndum þar sem vaxtabreytingar nái til alls þjóðarbúsins. „Þetta auðvitað þýðir að hluti þjóðarbúsins sem þarf að borga þessa vexti er að borga mun hærri vexti en í grannlöndum. Þetta dregur úr hagvexti og veldur miklu óréttlæti. Það verður ekki hjá því komist að ræða þetta,“ segir hann. Vaxtabyrði ríkissjóðs kjarni vanda velferðarkerfisins Ein leið sé að hækka skatta en önnur að taka upp öflugri og stöðugri gjaldmiðil, ná þannig vöxtum á sama stig. Umræðu vanti um leiðir sem megi fara til að ná tökum á þessum vanda. Heppilegast sé að fara í kerfisbreytingu. „Við erum land með tiltölulega háa skatta. Þetta skekkir ekki aðeins stöðu fyrirtækja heldur einnig velferðarkerfisins,“ segir Þorsteinn. Kjarni þess vanda sé mikil vaxtabyrði ríkissjóðs. Með gjaldmiðlabreytingu fengist stöðugri gjaldmiðill, samkeppnishæfir vextir og meira réttlæti milli einstaklinga og fyrirtækja. „Auðvitað leysum við aldrei öll vandamál með þessu. Gjalmiðill er bara tæki til að hjálpa okkur að ná markmiðum. Gjaldmiðill þarf að uppfylla ákveðin skilyrði og svona lítill gjaldmiðill uppfyllir ekki þær kröfur sem við gerum til gjaldmiðla,“ segir Þorsteinn að lokum. Viðtalið við hann má hlusta í heild sinni í spilaranum að ofan.
Seðlabankinn Íslenska krónan Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira