„Þú fyrirgefur að ég fari ekki að ljóstra því upp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júní 2023 12:00 Arnar kveðst spenntur fyrir leik kvöldsins við Blikalið sem hann hrósar fyrir mikinn sigurvilja í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Ég held það megi færa góð rök fyrir því að þetta sé einn af stórleikjum sumarsins. Það er mikil eftirvænting hjá öllum,“ segir Arnar Gunnlaugsson um leik hans manna í Víkingi við Breiðablik í Bestu deild karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni fyrir 3-2 tap fyrir Val í síðustu umferð. Þrátt fyrir tapið var Arnar ánægður með frammistöðu sinna manna þar. „Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Stundum tekuru þátt í góðum fótboltaleik og tapar. Maður er auðvitað ekki hoppandi glaður að tapa leik en fótboltinn er stundum þannig að hlutirnir falla ekki alveg á þinn veg en ég held að við getum tekið margt gott út úr þeim leik,“ segir Arnar. Víkingur hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu níu leikjunum en fékk á sig þrjú í þeim leik. Arnar segir þó ekki áhyggjuefni, enda Víkingur fengið á sig lang fæst mörk í deildinni í sumar. „Ég held að það sé betra að hugsa um að glasið sé hálffullt fremur en hálftómt. Það er rétt að við fengum á okkur þrjú mörk og höfðum fengið á okkur tvö, en við getum líka litið á það þannig að við höfum fengið á okkur fimm mörk í tíu leikjum. Það er býsna gott,“ „Þegar einbeitingin er ekki alveg upp á tíu í varnarleiknum, eins og hún var í mörkunum sem við fengum á okkur gegn Val, þá fer illa. Það mun fara illa í kvöld en við bjóðum upp á svona einbeitingarleysi. Þau mál voru rædd í aðdraganda leiksins í kvöld,“ segir Arnar. Forréttindi að takast á við Blikana Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari en Víkingur bikarmeistari. Óhætt er að segja að þau tvö hafi verið þau bestu á landinu síðustu misseri og hafa þau háð marga baráttuna. Arnar kveðst hafa gaman af því að kljást við Blikana. „Þetta eru forréttindi. Þessi tvö lið hafa svolítið einokað síðustu tvö ár í íslenska boltanum og eru vel að því komin. Þessi lið og önnur líka, hafa ýtt öðrum upp á næsta stig. Þetta verður gríðarleg skák í kvöld og verður hart barist á hliðarlínunni, sem og inni á vellinum,“ segir Arnar sem hrósar kollega sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Blika. „Blikarnir hafa kannski ekki verið upp á sitt besta hvað spilamennsku varðar í sumar en hafa sýnt ótrúlegan vilja og karakter í leikjum, þegar hlutirnir hafa ekki litið vel út fyrir þá, til að kreista út úrslit. Það er eitthvað sem Blikarnir hafa kannski ekki verið þekktir fyrir síðustu ár en þessi viljastyrkur er kominn inn í klúbbinn sem er kannski mikið til þjálfaranum að þakka,“ „En við erum með fimm stiga forskot, menn mega ekki gleyma því. Þannig að við mætum með kassann úti og ætlum að sýna það og sanna að við eigum heima á toppnum,“ segir Arnar. Uppskrift að fótboltaveislu Arnar var þá spurður hvort hann ætti einhverja ása uppi í erminni fyrir baráttu kvöldsins. „Þú fyrirgefur að ég fari ekki að ljóstra því upp núna,“ segir Arnar og hlær en bætir við: „Þú reynir alltaf að breyta aðeins til en á þessu stigi ertu alltaf með plan A, plan B og jafnvel plan C. Þú reynir auðvitað að koma aðeins á óvart sem hefur kannski verið einkennismerki hjá okkur Víkingum undanfarin ár að breyta aðeins til,“ „Það er mikið stolt, mikill rígur en einnig mikil virðing á milli þessara liða. Það er bara í þeirra DNA að hvorugt liðið mun leyfa sér neitt annað en að sækja til sigurs, það er ekkert flóknara en það,“ „Veðrið lítur vel út, það er nýtt gervigras hjá Blikunum og ég verð illa svikinn ef það verða ekki 2000 manns plús á leiknum í kvöld. Ef það er ekki uppskrift að góðri fótboltaveislu, þá veit ég ekki hvað,“ segir Arnar. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum. Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Víkingur hafði unnið fyrstu níu leiki sína í deildinni fyrir 3-2 tap fyrir Val í síðustu umferð. Þrátt fyrir tapið var Arnar ánægður með frammistöðu sinna manna þar. „Ég var mjög ánægður með frammistöðuna. Stundum tekuru þátt í góðum fótboltaleik og tapar. Maður er auðvitað ekki hoppandi glaður að tapa leik en fótboltinn er stundum þannig að hlutirnir falla ekki alveg á þinn veg en ég held að við getum tekið margt gott út úr þeim leik,“ segir Arnar. Víkingur hafði aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu níu leikjunum en fékk á sig þrjú í þeim leik. Arnar segir þó ekki áhyggjuefni, enda Víkingur fengið á sig lang fæst mörk í deildinni í sumar. „Ég held að það sé betra að hugsa um að glasið sé hálffullt fremur en hálftómt. Það er rétt að við fengum á okkur þrjú mörk og höfðum fengið á okkur tvö, en við getum líka litið á það þannig að við höfum fengið á okkur fimm mörk í tíu leikjum. Það er býsna gott,“ „Þegar einbeitingin er ekki alveg upp á tíu í varnarleiknum, eins og hún var í mörkunum sem við fengum á okkur gegn Val, þá fer illa. Það mun fara illa í kvöld en við bjóðum upp á svona einbeitingarleysi. Þau mál voru rædd í aðdraganda leiksins í kvöld,“ segir Arnar. Forréttindi að takast á við Blikana Breiðablik er ríkjandi Íslandsmeistari en Víkingur bikarmeistari. Óhætt er að segja að þau tvö hafi verið þau bestu á landinu síðustu misseri og hafa þau háð marga baráttuna. Arnar kveðst hafa gaman af því að kljást við Blikana. „Þetta eru forréttindi. Þessi tvö lið hafa svolítið einokað síðustu tvö ár í íslenska boltanum og eru vel að því komin. Þessi lið og önnur líka, hafa ýtt öðrum upp á næsta stig. Þetta verður gríðarleg skák í kvöld og verður hart barist á hliðarlínunni, sem og inni á vellinum,“ segir Arnar sem hrósar kollega sínum, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Blika. „Blikarnir hafa kannski ekki verið upp á sitt besta hvað spilamennsku varðar í sumar en hafa sýnt ótrúlegan vilja og karakter í leikjum, þegar hlutirnir hafa ekki litið vel út fyrir þá, til að kreista út úrslit. Það er eitthvað sem Blikarnir hafa kannski ekki verið þekktir fyrir síðustu ár en þessi viljastyrkur er kominn inn í klúbbinn sem er kannski mikið til þjálfaranum að þakka,“ „En við erum með fimm stiga forskot, menn mega ekki gleyma því. Þannig að við mætum með kassann úti og ætlum að sýna það og sanna að við eigum heima á toppnum,“ segir Arnar. Uppskrift að fótboltaveislu Arnar var þá spurður hvort hann ætti einhverja ása uppi í erminni fyrir baráttu kvöldsins. „Þú fyrirgefur að ég fari ekki að ljóstra því upp núna,“ segir Arnar og hlær en bætir við: „Þú reynir alltaf að breyta aðeins til en á þessu stigi ertu alltaf með plan A, plan B og jafnvel plan C. Þú reynir auðvitað að koma aðeins á óvart sem hefur kannski verið einkennismerki hjá okkur Víkingum undanfarin ár að breyta aðeins til,“ „Það er mikið stolt, mikill rígur en einnig mikil virðing á milli þessara liða. Það er bara í þeirra DNA að hvorugt liðið mun leyfa sér neitt annað en að sækja til sigurs, það er ekkert flóknara en það,“ „Veðrið lítur vel út, það er nýtt gervigras hjá Blikunum og ég verð illa svikinn ef það verða ekki 2000 manns plús á leiknum í kvöld. Ef það er ekki uppskrift að góðri fótboltaveislu, þá veit ég ekki hvað,“ segir Arnar. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan er á dagskrá klukkan 21:25 þar sem öll umferðin verður gerð upp af Guðmundi Benediktssyni og sérfræðingum.
Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira