„Litlir hundar sem gelta hátt“ Atli Arason skrifar 2. júní 2023 23:15 Höskuldur með boltann í leiknum í kvöld. Hulda Margrét „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli eftir að Blikar jöfnuðu með síðasta sparki leiksins, en þá sauð allt upp úr á hliðarlínunni. „Þeir missa hausinn, ég sá ekki alveg hvað gerðist en þeir hrinda okkar mönnum. Sem lýsir bara ófagmennsku, með einhverja stæla. Eins og litlir hundar sem gelta hátt,“ svaraði Höskuldur aðspurður út í atvikið á hliðarlínunni. Höskuldi fannst eins og að Blikar ættu meira skilið úr leiknum en bara eitt stig. „Mér fannst við fá það sem við vorum búnir að vinna inn fyrir og verðskulda. Maður er í rauninni bara pirraður að ná ekki meira en jafntefli, við áttum að vinna þennan leik en við vorum alveg með hann undir okkar stjórn. Tvö fín mörk hjá þeim, en út á velli þá held ég að ég hafi aldrei mætt Víkingi eins lélegum.“ „Þeir eru búnir að læra það ágætlega að leggja rútunni og verja markið. Út á velli voru þetta tvö klaufaleg augnablik hjá okkur. Þetta var samt vel gert hjá Birni [Snæ Ingasyni, leikmanni Víkings] en hann er búinn að vera heitur í sumar og er stórkostlegur leikmaður. Fyrir utan það er þetta grátlegt, því á milli teiganna var þetta algjörlega okkar leikur. Skalli í slá og svo átti ég að fara betur með skotfæri, það var margt sem var að fara í taugarnar á manni framan af. Svo kom þetta loksins að lokum þegar við vorum búnir að berja það mikið á virkið. Þá hrundi það að lokum,“ bætti hann við. Höskuldur telur að bæði lið séu að þrýsta hvoru öðru að verða eins góð og mögulegt er en hann telur þó ekki stefna í tveggja hesta kapphlaup um titilinn á milli Breiðabliks og Víkings. „Við hljótum að fagna því sem leikmenn beggja liða að við erum að ýta við hvorum öðrum. Rígur er bara af hinu góðu og við lítum á Víkinga sem keppinauta okkar en ekki óvini. Ég veit ekki hvort þetta sé eitthvað öðruvísi hjá þeim. Það fór voða fyrir brjóstið á þeim, eins og sást í lokin, þegar við náðum að jafna,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, en viðtalið við hann í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Litlir hundar sem gelta hátt
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira