Rukka sjö hundruð krónur fyrir aðgang að gámasvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2023 13:01 Frá gámasvæðinu í Árborg. Vísir/Magnús Hlynur Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14. Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14.
Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23
„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27