Logi og Sölvi fengu vægustu refsingu Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2023 16:42 Loga Tómassyni var heitt í hamsi líkt og fleirum, eftir jafnteflið við Breiðablik á föstudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingarnir Logi Tómasson og Sölvi Geir Ottesen voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann vegna hegðunar sinnar eftir hitaleikinn gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í fótbolta á föstudagskvöld. Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Upp úr sauð í leikslok eftir að Breiðablik hafði skorað tvö mörk á örskömmum tíma og tryggt sér 2-2 jafntefli. Sölvi Geir fékk að líta rauða spjaldið, að því er virtist fyrir kjaftbrúk en sjá mátti þá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, öskra hvor til annars í leikslok. Logi fékk einnig rautt spjald en hann ýtti við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, á leið sinni af vellinum og í átt til búningsklefa. Þeir Sölvi missa af leik Víkings við Fram á sunnudaginn. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að frekari eftirmálar verði af því sem gerðist í leikslok en Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagðist í samtali við Vísi í dag ekki geta staðfest hvort að ummæli manna í viðtölum eftir leik væru þess efnis að hún myndi vísa þeim til aga- og úrskurðarnefndar. Sölvi Geir Ottesen fékk rautt spjald vegna framkomu sinnar í leikslok í Kópavogi á föstudag.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Víkingar fengu hins vegar 20.000 króna sekt vegna brottvísunar Sölva, og 4.000 króna sekt að auki vegna uppsafnaðra refsistiga. Á fundi aga- og úrskurðarnefndar í dag var sömuleiðis staðfest að Ágúst Eðvald Hlynsson yrði í leikbanni í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, eftir að hafa fengið sína aðra áminningu í keppninni í sigrinum gegn FH í gær. FH-ingurinn Eggert Gunnþór Jónsson fékk eins leiks bann, vegna rauða spjaldsins í sama leik, sem hann getur ekki tekið út fyrr en á næsta ári. Elvis Bwomono missir af næsta leik ÍBV í Bestu deildinni vegna uppsafnaðra áminninga, líkt og Keflvíkingurinn Gunnlaugur Fannar Guðmundsson sem er þegar kominn með sjö gul spjöld í Bestu deildinni.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira