„Alltaf langbest að skjóta með vinstri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júní 2023 21:43 Pétur Pétursson var nokkuð sáttur með sigur Vals í kvöld. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur liðsins gegn Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05