Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Aron Guðmundsson skrifar 7. júní 2023 13:00 Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks Vísir/Vilhelm Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. „Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00. Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Við erum allar mjög spenntar fyrir því að spila þennan leik. Það eru náttúrulega aðeins fleiri stórleikir í sumar heldur en hafa verið undanfarin ár,“ segir Agla María í samtali við Vísi. „Við erum bara mjög spenntar. Stjarnan hefur svona síðustu tvö árin verið með mjög gott lið og við höfum átt í erfiðleikum með þær en bara frábært að mæta þeim á Kópavogsvelli. Þarna mætast liðin í þriðja og fjórða sæti deildarinnar en einnig liðið sem hefur skorað flest mörk deildarinnar (Breiðablik) og liðið sem hefur fengið á sig fæst mörk (Stjarnan). Við hvernig leik býst þú í kvöld? „Ætli þetta verði ekki, til að byrja með, svona aðeins lokaður leikur en við höfum farið vel yfir Stjörnuliðið og vonumst til þess að ná að opna þær. Stjarnan er búin að gera virkilega vel í sumar, þær hafa náð að loka rammanum en það er klárt mál að markmiðið er að vinna þær í kvöld.“ Agla sér fleiri og fleiri batamerki á leik Blika eftir því sem líður á tímabilið. „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu hjá okkur. Við höfum verið að spila marga útileiki, farið á Selfoss, Sauðárkrók og Akureyri, og tekið erfiða leiki á útivelli. Ég vona bara að stígandinn haldi áfram hjá okkur.“ Það er blásið í herlúðra í Kópavogi og verður heljarinnar stuð í gangi í tengslum við leikinn og hefst fjörið við Kópavogsvöll klukkan 17:00. „Það er gaman að því að verið sé að búa til stemningu í kringum leikinn og vonandi að sem flestir skili sér á völlinn. Við höfum nú brennt okkur á því, sérstaklega undanfarin tvö ár, að klára ekki leiki sem við eigum að klára en klára svo leiki sem eru meira 50/50. Við auðvitað tökum bara einn leik í einu en auðvitað er gaman að sjá hvað það er verið að gera mikið úr þessum leiki. Það skiptir okkur svo miklu máli að það sé stemning á vellinum. Þetta vonandi kemur fótboltasumrinu af fullum krafti af stað því það hefur aðeins vantað á völlinn að mínu mati í sumar.“ Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Við hefjum upphitun klukkan 17:45 frá Kópavogsvelli þar sem sérfræðingar spá í spilin og svo hefst leikurinn sjálfur klukkan 18:00.
Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira