Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2023 11:12 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að um leið og aðstæður leyfa verði lögð áhersla á að hefja starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu á ný. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir að ákvörðun um að leggja niður starfsemi sendiráðsins sé tekin í ljósi þess að það samræmist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við núverandi aðstæður. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Rússlands og vesturlanda frá upphafi innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022. Samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafa sjö verið starfandi í íslenska sendiráðinu í Moskvu - tveir útsendir starfsmenn ráðuneytisins og fimm staðarráðnir starfsmenn. Í rússneska sendiráðinu hafa um tuttugu verið starfandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Vilja opna á ný um leið og aðstæður leyfa Í tilkynningunni segir að Ísland starfræki nú átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl séu mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Mikhaíl V. Noskov er sendiherra Rússlands hér á landi. Vísir/Arnar „Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar. Ísland hefur rekið sendiráð í Moskvu frá árinu 1944 að undanskildum árunum 1951-1953 þegar viðskipti lágu niðri milli ríkjanna. Sovétríkin höfðu ekki sendiherra á Íslandi á árunum 1948-1954. Ákvörðun um að leggja niður starfsemi sendiráðsins felur ekki í sér slit á stjórnmálasambandi ríkjanna. Um leið og aðstæður leyfa verður lögð áhersla á að hefja starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu á ný,“ segir í tilkynningunni. Árni Þór Sigurðsson er núverandi sendiherra Íslands í Moskvu en hann mun nú flytjast til sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Sendiráð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar segir að ákvörðun um að leggja niður starfsemi sendiráðsins sé tekin í ljósi þess að það samræmist ekki forgangsröðun í utanríkisþjónustu Íslands að starfrækja sendiskrifstofu í Moskvu við núverandi aðstæður. Mikil spenna hefur verið í samskiptum Rússlands og vesturlanda frá upphafi innrásar Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022. Samkvæmt svörum frá utanríkisráðuneytinu hafa sjö verið starfandi í íslenska sendiráðinu í Moskvu - tveir útsendir starfsmenn ráðuneytisins og fimm staðarráðnir starfsmenn. Í rússneska sendiráðinu hafa um tuttugu verið starfandi samkvæmt heimildum fréttastofu. Vilja opna á ný um leið og aðstæður leyfa Í tilkynningunni segir að Ísland starfræki nú átján sendiráð í höfuðborgum erlendra ríkja, einkum í ríkjum þar sem efnahagsleg, stjórnmálaleg og menningarleg tengsl séu mikil eða um samstarfsríki í þróunarsamvinnu er að ræða. Mikhaíl V. Noskov er sendiherra Rússlands hér á landi. Vísir/Arnar „Öll samskipti við Rússland eru í lágmarki hvort sem litið er til viðskiptalegra, menningarlegra eða stjórnmálalegra tengsla. Forsendur fyrir starfsemi sendiráðs í Moskvu eru því gjörbreyttar. Ísland hefur rekið sendiráð í Moskvu frá árinu 1944 að undanskildum árunum 1951-1953 þegar viðskipti lágu niðri milli ríkjanna. Sovétríkin höfðu ekki sendiherra á Íslandi á árunum 1948-1954. Ákvörðun um að leggja niður starfsemi sendiráðsins felur ekki í sér slit á stjórnmálasambandi ríkjanna. Um leið og aðstæður leyfa verður lögð áhersla á að hefja starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu á ný,“ segir í tilkynningunni. Árni Þór Sigurðsson er núverandi sendiherra Íslands í Moskvu en hann mun nú flytjast til sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rússland Sendiráð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð Íslands Reykjavík Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira