„Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar“ Jón Már Ferro skrifar 11. júní 2023 12:57 Birnir hefur farið vel af stað í Bestu deildinni. vísir/Hulda margrét „Fatahönnun er andstæðan við fótboltann. Þetta eru tveir gjörsamlega ólíkir heimar,“ segir Birnir Snær Ingason, kantmaður Víkings. Hann lærir fatahönnun samhliða fótboltanum og segist elska það. „Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Ég er búinn með eitt ár. Þú mætir í námskeið sem er þrjár vikur. Byrjar kannski á að skoða mygluna í glugganum hjá þér eða einhvern djöfulinn og átt að reyna finna hugmyndir út frá því. Átt að reyna búa til flík út frá því,“ segir Birnir. Birnir hafði lítinn áhuga á að fara í hefðbundið bóklegt nám en langaði að nýta tímann samhliða fótboltanum. Birnir rétt áður en hann skorar gegn Blikum á dögunum.vísir/Hulda margrét „Ég var aldrei að fara sækja um þetta venjulega sem flestir fara í hafði engan áhuga á því. Ég hef ætlað að sækja um þetta í um fimm ár. Ákvað að kýla á það núna og komst inn. Ég veit ekki að hverju ég stefni beint með þessu. Ég hef það mikinn áhuga á þessu að ég er tilbúinn að vinna eitthvað tengt þessu. Sama hvort það sé ég sjálfur að hanna eða vinna hjá öðru fyrirtæki. Það kemur í ljós seinna meir,“ segir Birnir. Hann segist hafa mestan áhuga á götutísku en hefur gaman að því að blanda saman andstæðum. „Jakkaföt við rifnar gallabuxur, sem dæmi. Áhuginn er minni á íþróttafatnaði. Pælingarnar þar eru meira varðandi tækni. Það gæti verið spennandi seinna meir. Eins og er þá er ég meira að spá í fagurfræðinni og hvernig föt líta út. Föt sem lætur þig líða vel í,“ segir Birnir. Þrátt fyrir að vera á kafi í náminu í fatahönnun þá er fótboltinn í fyrsta sæti. Í kvöld fá Víkingar Fram í heimsókn. „Vonandi komum við okkur aftur á skrið eftir að hafa tapað og gert jafntefli í síðustu tveimur leikjum í deildinni. Það væri sérstaklega gott að vinna vegna þess að ég er að fara til Berlína á morgun. Það er mikilægt að landa þremur stigum og slaka svo á í Berlín,“ segir Birnir. Víkingsliðið fagnar einu 25 marka sinna á þessu tímabili. Einungis Valur hefur skorað meira en þeir.vísir/hulda margrét Leikurinn byrjar klukkan 19:15 en Birnir segist ekki vita hvernig Fram liði hann býst við í kvöld. „Framararnir eru með hörku lið þannig þetta verður erfiður leikur. Maður veit eiginlega aldrei hvað maður fær frá Fram. Við þurfum að spila vel til að vinna,“ segir Birnir. Víkingar eru á toppi deildarinnar með 28 stig, fjórum stigum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti. Með sigri í kvöld geta Víkingar komist sjö stigum frá Blikum og styrkt stöðu sína. „Þetta hefur eiginlega verið fullkomið hjá liðinu fyrir utan Vals leikinn. Við náðum að tapa honum einhvern veginn. Við vorum óheppnir á móti Breiðablik. Þótt það sé fínt að fá stig á Kópavogsvelli,“ segir Birnir. Víkingur - Fram verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Að leik loknum gera sérfræðingar 11. umferðina upp í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira