Myndaveisla: Mögnuð tilþrif á meistaramótinu í götubolta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2023 10:58 Það var mikið í húfi á Klambratúni um helgina. Anton Brink Íslandsmeistaramótið í götubolta í boði X-ins 977 fór fram um helgina á Klambratúni í Reykjavík. Tuttugu lið tóku þátt og spiluðu upp á verðlaunafé sem samtals nam 242 þúsund krónum. Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Búið var að lofa sólskini á laugardag og fór því um marga þegar fyrstu leikirnir fóru fram í skúrum. Fljótlega rættist úr veðurspánni og sólin skein á keppendur það sem eftir lifði móts. Mikið var um falleg tilþrif en sömuleiðis eitthvað um bellibrögð hjá leikmönnum, enda fleira leyfilegt í götubolta en hefðbundnum körfubolta. Tómas Steindórsson, útvarpsmaður og körfuboltasérfræðingur, stjórnaði mótinu með tryggri hendi og að hætti X-ins var spilað undir þungarokkstónlist. „Þetta gekk mjög vel, veðrið lék við okkur og leikmenn létu ekki kappið bera fegurðina ofurliði,“ sagði Tómas í stuttu samtali við Vísi að móti loknu. Svo fór að liðið Hoops I did it again sigraði mótið nokkuð örugglega eftir sigur á Fasteignafélaginu, sem lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti varð liðið Subway sem hafði betur gegn Kokkalandsliðinu í leik um þriðja sætið. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu. Sigurvegararnir, Hoops I did it again.Anton Brink Tómas Steindórsson lagði línurnar fyrir leikmenn; sókn dæmir, „make it, take it“, fyrsta lið upp í ellefu vinnur, eða það sem er yfir að leiktíma loknum.Anton Brink Frá úrslitaeinvíginu.Anton Brink Ökklabrjótur festist á filmu.Anton Brink Svokölluð þreföldun.anton brink Lið mættu hvaðanæva að, eitt frá Þorlákshöfn.Anton Brink Liðið yfivigt, í Skagatreyjum, lét til sín taka.Anton Brink Fasteignafélagið, sem spilaði í Newcastle treyjum, sækir að körfunni. Barist um hvern einasta bolta.Anton Brink Anton Brink
Körfubolti X977 Samkvæmislífið Reykjavík Tengdar fréttir Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48 Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Tommi Steindórs stýrir Streetballmóti á Klambratúni X977 fagnar sumrinu með alvöru götuboltastemningu á Klambratúni þann 11. júní. 2. júní 2022 08:48
Myndaveisla frá Íslandsmeistaramótinu í Streetball um helgina Útvarpsstöðin X977 og KKÍ stóðu fyrir Íslandsmeistaramótinu í Streetball síðastliðinn laugardag og segja aðstandendur mótsins þátttökuna hafa verið gríðarlega góða og færri hafa komist að en vildu. 15. júní 2022 10:03