Flutt inn í smáhýsin í Laugardal á næstu dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júní 2023 11:49 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að mörg handtök þurfi til að koma hýsunum í gagnið. Vísir/Arnar/Vilhelm Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum. Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg. Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Smáhýsi sem reist voru fyrr á árinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík hafa staðið auð síðan undir lok febrúar. Fyrir helgi var þeim úthlutað til fimm heimilislausra einstaklinga sem fá tilkynningu um nýja húsnæðið þeirra seinna í vikunni. Smáhýsin hafa verið í deiglunni síðustu daga þar sem heimilislausum fannst tíminn sem leið frá því að þau voru reist og þar til þau voru orðin íbúðarhæf ansi langur. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það vera ansi ánægjulegt að geta afhent fólki hýsin og segist skilja það að fólk hafi verið orðið ansi óþreyjufullt þrátt fyrir að hún telji að þetta hafi allt tekið ansi eðlilegan tíma. „Ég skil vel að fólk sé óþreyjufullt, það erum við öll. Það verður ótrúlega gaman að sjá einhvern flytja þarna inn og vonandi eignast nýtt tækifæri til að eiga heimili,“ segir Heiða Björg. Fimm einstaklingar munu flytja inn í hýsin og fækkar þá á fimmtíu manna biðlista borgarinnar yfir fólk án heimilis. Heiða segir áhugann á hýsunum í Laugardal hafa verið frekar mikinn. „Við höfum ekki oft fundið fyrir svona miklum áhuga á ákveðinni staðsetningu sem sannfærir okkur um að þessi staðsetning er góð og hugnast fólki sem er í þessari stöðu. Þannig við erum mjög spennt að sjá hvernig þetta gengur. Frá áramótum höfum við úthlutað fjórtán manns. Þannig núna bætast þessir fimm við. Það hefur aðeins fækkað á biðlistanum og við sjáum það líka sem ákveðinn árangur. En auðvitað er fimmtíu mikið. Fimmtíu manns sem bíða eftir húsnæði er fimmtíu manns of mikið,“ segir Heiða Björg. Á dagskrá borgarinnar er að reisa enn fleiri hýsi. „Það er komin staðsetning fyrir öll húsin og vel yfir helmingur þeirra er nú þegar risin og verið flutt inn í þau. Það gengur bara býsna vel. Þau eru dreifð um borgina. Kannski á minna áberandi stöðum en akkúrat þessi hús sem eru á frekar fjölförnum stað. En það er mismunandi sem hentar hverjum. Það eru hús bæði í austurhluta borgarinnar, vesturhluta og í kringum Laugardalinn. Önnur hús sem hafa gengið bara prýðilega,“ segir Heiða Björg.
Málefni heimilislausra Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00 Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þjónusta við íbúa félagslegs húsnæðis í borginni „eitthvað sem þarf að laga algjörlega“ Borgarfulltrúi Sósíalista segir ljóst að þjónusta við íbúa í húsnæðisúrræðum á vegum Reykjavíkurborgar sé langt frá því að vera viðunandi. Hún undrast hátt leiguverð sem þjónustunotendur eru rukkaðir um og hyggst knýja á um úrbætur. 15. febrúar 2023 08:00
Kalla eftir upplýsingum um hvernig leiguverð í smáhýsum er ákveðið Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir þau hafa kallað eftir upplýsingum frá Félagsbústöðum um leiguverð í smáhýsum fyrir heimilislausa sem bæði íbúar og fulltrúi stjórnarandstöðunnar segja of hátt. Húsnæðisstuðningur komi þó upp á móti og oft greiði fólk ekki meira en 50 þúsund á mánuði. Ýmislegt er til skoðunar og gert er ráð fyrir að auka þurfi stuðning almennt. 16. febrúar 2023 16:01