Vara við eldhættu í skógum landsins vegna þurrka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2023 09:38 Eldur kviknaði í tré í Hallormsstaðaskógi þar sem þurrt hefur verið í veðri undanfarnar vikur. Skógræktin Skógræktin varar við eldhættu vegna mikillar þurrkatíðar að undanförnu á Norður-og Austurlandi og varar fólk sérstaklega við því að fara með eld í skógum og öðru gróðurlendi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skógræktarinnar. Þar segir að kveikt hafi verið í tré í Hallormsstaðaskógi í síðustu viku en eldurinn hafi til allrar hamingju ekki breiðst út. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir að lítið hafi rignt undanfarnar vikur í skóginum. Hvetur skógræktin almenning til þess að fara varlega með eld og kveikja helst ekki eld á víðavangi. Best sé að notast eingöngu við tilbúin eldstæði eða eldskála sem víða er að finna á útivistarsvæðum í skógum landsins en ekki útbúa eldstæði á eigin spýtur í skógi eða á öðrum gróðurríkum svæðum. Þá minnir Skógræktin á að fleira getur kveikt gróðurelda en eldspýtur, kveikjarar, sígarettur og þess háttar. Neistar frá bílum og vélum, neistar frá verkfærum á borð við slípirokka, jafnvel tómar flöskur sem fleygt er á víðavangi geta verkað sem stækkunargler og kveikt eld. Góð umgengni og aðgæsla er því það sem gagnast best gegn hættunni á gróðureldum. Þá bendir Skógræktin á fróðleik um varnir gegn gróðureldum á vefnum gróðureldar.is og efni frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Við orlofshús og íbúðarhús á gróðurríkum svæðum er rétt að huga vel að því að hávaxinn gróður nái ekki alveg að húsum heldur sé nokkurra metra autt svæði í kring, góðar aðkomuleiðir fyrir slökkvibíla og búnaður til að bregðast við nýkviknuðum eldi svo sem eldklöppur, slökkvitæki, eldvarnarteppi, vatnsfötur og -slöngur. Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skógræktarinnar. Þar segir að kveikt hafi verið í tré í Hallormsstaðaskógi í síðustu viku en eldurinn hafi til allrar hamingju ekki breiðst út. Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir að lítið hafi rignt undanfarnar vikur í skóginum. Hvetur skógræktin almenning til þess að fara varlega með eld og kveikja helst ekki eld á víðavangi. Best sé að notast eingöngu við tilbúin eldstæði eða eldskála sem víða er að finna á útivistarsvæðum í skógum landsins en ekki útbúa eldstæði á eigin spýtur í skógi eða á öðrum gróðurríkum svæðum. Þá minnir Skógræktin á að fleira getur kveikt gróðurelda en eldspýtur, kveikjarar, sígarettur og þess háttar. Neistar frá bílum og vélum, neistar frá verkfærum á borð við slípirokka, jafnvel tómar flöskur sem fleygt er á víðavangi geta verkað sem stækkunargler og kveikt eld. Góð umgengni og aðgæsla er því það sem gagnast best gegn hættunni á gróðureldum. Þá bendir Skógræktin á fróðleik um varnir gegn gróðureldum á vefnum gróðureldar.is og efni frá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun. Við orlofshús og íbúðarhús á gróðurríkum svæðum er rétt að huga vel að því að hávaxinn gróður nái ekki alveg að húsum heldur sé nokkurra metra autt svæði í kring, góðar aðkomuleiðir fyrir slökkvibíla og búnaður til að bregðast við nýkviknuðum eldi svo sem eldklöppur, slökkvitæki, eldvarnarteppi, vatnsfötur og -slöngur.
Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Sjá meira