Stjörnukylfingar að eignast hlut í Leeds Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2023 11:30 Rickie Fowler og Jordan Spieth ætla að koma að krafti inn í enska boltann. getty/Ben Jared Þrír af fremstu kylfingum heims vilja eignast hlut í enska B-deildarfélaginu Leeds United. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Justin Thomas og Jordan Spieth. Þeir verða hluti af eigendahópnum 49ers Enterprises sem samþykkti í síðustu viku að kaupa núverandi eiganda Leeds, Andrea Radrizzani, út. Eins og nafn hópsins gefur til kynna er hann tengdur NFL-liðinu San Francisco 49ers. Meðal annarra íþróttamanna sem eru hluti af eigendahópnum er Larry Nance, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni. Nú þegar á 49ers Enterprises 44 prósent hlut í Leeds en eigendahópurinn ætlar að kaupa 56 prósenta hlut Radrizzani í félaginu. Verðmæti hans er metið á 170 milljónir punda. Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Félagið er í stjóraleit eftir að Sam Allardyce ákvað að halda ekki áfram með það. Golf Enski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þetta eru Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Justin Thomas og Jordan Spieth. Þeir verða hluti af eigendahópnum 49ers Enterprises sem samþykkti í síðustu viku að kaupa núverandi eiganda Leeds, Andrea Radrizzani, út. Eins og nafn hópsins gefur til kynna er hann tengdur NFL-liðinu San Francisco 49ers. Meðal annarra íþróttamanna sem eru hluti af eigendahópnum er Larry Nance, leikmaður New Orleans Pelicans í NBA-deildinni. Nú þegar á 49ers Enterprises 44 prósent hlut í Leeds en eigendahópurinn ætlar að kaupa 56 prósenta hlut Radrizzani í félaginu. Verðmæti hans er metið á 170 milljónir punda. Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Félagið er í stjóraleit eftir að Sam Allardyce ákvað að halda ekki áfram með það.
Golf Enski boltinn Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira