Fimm hundruð enn saknað og aðdragandi óljós Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. júní 2023 12:24 Þriggja daga þjóðarsorg ríkir í Grikklandi. AP Um fimm hundruð manns er enn saknað eftir að fiskibát, sem ferjaði nokkur hundruð flóttamenn, hvolfdi úti fyrir ströndum Grikklands á miðvikudag. Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi var lýst yfir á fimmtudag. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins. Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna greinir frá því að konur og börn séu stór hluti þeirra sem saknað er. Einungis karlmenn hafi lifað af, svo vitað sé. Jeremy Laurence, talsmaður mannréttindaskrifstofunnar, segir atburðinn varpa ljósi á þá þörf sem ríkir á því að rannsaka betur mál sem varða við fólkssmygl. Níu manns hafa verið handteknir í kjölfar slyssins. Þeir eru grunaðir um að hafa staðið að smygli á fólki frá Líbíu til Evrópu. Enn er verið að rannsaka aðdraganda slyssins. Í frétt BBC er haft eftir tveimur eftirlifendum að bátur landhelgisgæslunnar hafi fest reipi við bát flóttafólksins sem varð til þess að báturinn ruggaði til og sökk í kjölfarið. Þá er einnig haft eftir vitnum að starfsmenn á bát landhelgisgæslunnar hafi bundið reipi við bát flóttafólksins um þremur klukkustundum áður en slysið átti sér stað. Fólkið á bátnum hafi þá óttast að það yrði til þess að bátnum myndi hvolfa. Gríska fréttablaðið Kathimerini hafði eftir heimildum að þau hafi þá losað reipið til þess að geta haldið leið sinni til Ítalíu áfram og í leiðinni hafnað allri hjálp. Sú frásögn er þó í ósamræmi við frásögn Alarm Phone, samtaka sem veita flóttafólki á sjó stuðning. Samtökin sendu grísku landhelgisgæslunni tölvupóst á þriðjudag þess efnis að allt að 750 manns væru nauðstaddir um borð á bátnum. Verið er að rannsaka aðild grísku landhelgisgæslunnar vegna málsins.
Grikkland Flóttamenn Tengdar fréttir Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01 Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30 Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Sjá meira
Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögregla á Spáni hefur handtekið sextán grunaða íslamska öfgamenn. Þar af eru ellefu tengdir Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaida, að sögn talsmanns spænska innanríkisráðuneytisins. Hinir fimm eru sagðir tengjast hryðjuverkunum í Madríd þann 11. mars á síðasta ári. Fimm hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem leiddu til handtöku mannanna. 15. júní 2005 00:01
Þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi Stjórnvöld í Grikklandi hafa fyrirskipað þriggja daga þjóðarsorg eftir að 79 manns á flótta fórust þegar báti þeirra hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í gær. Óttast er um afdrif hundraða annarra sem voru á bátnum. 15. júní 2023 22:30
Þjóðarsorg lýst yfir í Grikklandi eftir að 79 látast í sjóslysi Að minnsta kosti 79 eru látnir og 100 var bjargað þegar yfirfullum fiskibáti hvolfdi undan ströndum Grikklands í gær. Óttast er um afdrif hundruða til viðbótar en báturinn var að flytja fólk ólöglega yfir hafið til Evrópu. 15. júní 2023 06:50