Bestu ráðin í baráttunni við bitin Máni Snær Þorláksson skrifar 19. júní 2023 21:54 Lúsmý hefur valdið mörgum Íslendingum miklum ama síðustu ár. Vísir/Vilhelm Lúsmýið hefur nartað í Íslendinga í auknum mæli á sumrin síðustu ár. Húsráð við bitunum eru jafn ólík og þau eru mörg en ofnæmislæknir segir að best sé að kæla bitin, bera sterakrem á þau og taka ofnæmislyf. „Þetta er vágestur sem eiginlega kom hingað fyrst í kringum 2015. Við höfum þekkt bitmýið lengi og flær og annað sem hefur verið að trufla okkur. Þetta er öllu meira og leggst á mjög marga,“ segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mikael segir að þegar lúsmýið byrjar að sjúga blóð úr fólki bregðist ónæmiskerfið við. Það gefi frá sér alls konar efni til að verjast álaginu sem lúsmýið veldur og við það kemur bólgan. Mismunandi sé þó hversu mikil viðbrögð líkamans eru við bitunum. „Það er svolítið mismunandi milli manna. Því það er ekki þannig að þú ert ekki bitinn og þess vegna ert þú í svona góðum málum. Þetta fer á alla og það er mismunandi hvernig fólk svarar.“ Ekki klóra heldur kæla Að sögn Mikaels er mikilvægast að koma í veg fyrir bitum með fyrirbyggjandi vörnum. Þegar fólk verður fyrir barðinu á lúsmýinu sé þó hægt að grípa til ýmissa ráða. Fólk eigi þó alls ekki að klóra sér í bitunum. „Það er það allra versta vegna þess að þá ertirðu húðina meira, þá verður meira blóðfæði á staðinn og þá verður meiri ertingur og kláði. Svo er hætta á að það verði sýking í stungunni og þá er maður enn verr settur.“ Fólk á ekki að klóra bólgunum sem lúsmýbitin valda. Frekar á að kæla þær.Vísir/Vilhelm Það sem fólk á frekar að gera er að kæla bólguna sem bitin valda og taka síðan lyf, „Þá getur maður sett ísmola í poka og svo handklæði á milli, ekki beint á húðina því þá fær maður frostskaða. Þannig þú kælir þetta niður fyrst um sinn og svo er að taka ofnæmislyf.“ Ofnæmislyf og sterakrem Mikael ráðleggur fólki sem fær mikil viðbrögð við bitum að taka ofnæmislyf á hverjum morgni. „Það eru bara þau sem þú getur keypt í apótekum. Ég held að flest þessi ofnæmislyf sé hægt að kaupa án lyfseðils. Svo eru til sterkari útgáfur.“ Sterkari útgáfurnar séu sumar lyfseðilsskyldar. Þurfi fólk sterkari lyf geti það tekið stærri skammt af veikari lyfjunum. „Það sem er hægt að gera er einfaldlega að taka tvöfaldan skammt, þú tekur að morgni og ef þú ert slæm seinni partinn þá tekurðu aðra töflu.“ Mikael ráðleggur þá fólki að setja sterakrem á bitin og nefnir sem dæmi Mildison, sem inniheldur sterahormónið hýdrókortisón. „Það væri sjálfsagt að bera það á akkúrat stunguna. Það hemur bólgusvörun og kláða, getur haft einhver áhrif á það. Ef maður er mjög slæmur þá getur maður leitað til síns heimilislæknis og fengið næsta stig fyrir ofan af sterakremi.“ Mikael ráðleggur fólki til dæmis að nota Mildison sterakrem við bitunum.Skjáskot/Lyfjaver Mælir ekki með heitri skeið Það að hita skeið undir heitu vatni og leggja á bitið er eitt af þeim húsráðum sem notuð hafa verið við bitum hér á landi. „Þetta er ekki gott ráð, því það getur verið hættulegt,“ segir Mikael við því ráði og bendir á að þetta geti valdið brunaskaða. Þó að hiti sé verkjadeyfandi myndi hann ekki sjálfur ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin sín. Hiti og kuldi séu verkjadeyfandi, kuldinn sé meira notaður. Sjálfur myndi hann ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin. Ljós við enda ganganna Íslendingar þurfa þó ekki að örvænta um of vegna lúsmýsins. „Það er samt ljós í endanum á göngunum, þetta er svo nýtt hérna,“ segir Mikael. Með tímanum byggi fólk upp ónæmi við bitunum. „Davíð Gíslason, ofnæmislæknir sem er núna á níræðisaldri en er hress og hraustur, hefur sagt frá því að þegar þeir voru að vinna með lúsina sem var með æðadúninum þá smá saman myndaðist þol. Þeir sem voru að vinna þarna hættu að fá útbrot af bitum lúsarinnar.“ Mikael segir að þetta sé eins og „sjálfvirk afnæming.“ Fólk fái bit og myndi þol við þeim smám saman. „Þetta á að vera skárra og skárra með hverju árinu sem líður og svo eftir einhvern tíma þá áttu að þola þetta sæmilega.“ Lúsmý Reykjavík síðdegis Húsráð Skordýr Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira
„Þetta er vágestur sem eiginlega kom hingað fyrst í kringum 2015. Við höfum þekkt bitmýið lengi og flær og annað sem hefur verið að trufla okkur. Þetta er öllu meira og leggst á mjög marga,“ segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Mikael segir að þegar lúsmýið byrjar að sjúga blóð úr fólki bregðist ónæmiskerfið við. Það gefi frá sér alls konar efni til að verjast álaginu sem lúsmýið veldur og við það kemur bólgan. Mismunandi sé þó hversu mikil viðbrögð líkamans eru við bitunum. „Það er svolítið mismunandi milli manna. Því það er ekki þannig að þú ert ekki bitinn og þess vegna ert þú í svona góðum málum. Þetta fer á alla og það er mismunandi hvernig fólk svarar.“ Ekki klóra heldur kæla Að sögn Mikaels er mikilvægast að koma í veg fyrir bitum með fyrirbyggjandi vörnum. Þegar fólk verður fyrir barðinu á lúsmýinu sé þó hægt að grípa til ýmissa ráða. Fólk eigi þó alls ekki að klóra sér í bitunum. „Það er það allra versta vegna þess að þá ertirðu húðina meira, þá verður meira blóðfæði á staðinn og þá verður meiri ertingur og kláði. Svo er hætta á að það verði sýking í stungunni og þá er maður enn verr settur.“ Fólk á ekki að klóra bólgunum sem lúsmýbitin valda. Frekar á að kæla þær.Vísir/Vilhelm Það sem fólk á frekar að gera er að kæla bólguna sem bitin valda og taka síðan lyf, „Þá getur maður sett ísmola í poka og svo handklæði á milli, ekki beint á húðina því þá fær maður frostskaða. Þannig þú kælir þetta niður fyrst um sinn og svo er að taka ofnæmislyf.“ Ofnæmislyf og sterakrem Mikael ráðleggur fólki sem fær mikil viðbrögð við bitum að taka ofnæmislyf á hverjum morgni. „Það eru bara þau sem þú getur keypt í apótekum. Ég held að flest þessi ofnæmislyf sé hægt að kaupa án lyfseðils. Svo eru til sterkari útgáfur.“ Sterkari útgáfurnar séu sumar lyfseðilsskyldar. Þurfi fólk sterkari lyf geti það tekið stærri skammt af veikari lyfjunum. „Það sem er hægt að gera er einfaldlega að taka tvöfaldan skammt, þú tekur að morgni og ef þú ert slæm seinni partinn þá tekurðu aðra töflu.“ Mikael ráðleggur þá fólki að setja sterakrem á bitin og nefnir sem dæmi Mildison, sem inniheldur sterahormónið hýdrókortisón. „Það væri sjálfsagt að bera það á akkúrat stunguna. Það hemur bólgusvörun og kláða, getur haft einhver áhrif á það. Ef maður er mjög slæmur þá getur maður leitað til síns heimilislæknis og fengið næsta stig fyrir ofan af sterakremi.“ Mikael ráðleggur fólki til dæmis að nota Mildison sterakrem við bitunum.Skjáskot/Lyfjaver Mælir ekki með heitri skeið Það að hita skeið undir heitu vatni og leggja á bitið er eitt af þeim húsráðum sem notuð hafa verið við bitum hér á landi. „Þetta er ekki gott ráð, því það getur verið hættulegt,“ segir Mikael við því ráði og bendir á að þetta geti valdið brunaskaða. Þó að hiti sé verkjadeyfandi myndi hann ekki sjálfur ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin sín. Hiti og kuldi séu verkjadeyfandi, kuldinn sé meira notaður. Sjálfur myndi hann ekki ráðleggja fólki að leggja heita skeið á bitin. Ljós við enda ganganna Íslendingar þurfa þó ekki að örvænta um of vegna lúsmýsins. „Það er samt ljós í endanum á göngunum, þetta er svo nýtt hérna,“ segir Mikael. Með tímanum byggi fólk upp ónæmi við bitunum. „Davíð Gíslason, ofnæmislæknir sem er núna á níræðisaldri en er hress og hraustur, hefur sagt frá því að þegar þeir voru að vinna með lúsina sem var með æðadúninum þá smá saman myndaðist þol. Þeir sem voru að vinna þarna hættu að fá útbrot af bitum lúsarinnar.“ Mikael segir að þetta sé eins og „sjálfvirk afnæming.“ Fólk fái bit og myndi þol við þeim smám saman. „Þetta á að vera skárra og skárra með hverju árinu sem líður og svo eftir einhvern tíma þá áttu að þola þetta sæmilega.“
Lúsmý Reykjavík síðdegis Húsráð Skordýr Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Sjá meira