Óbærilegur léttleiki stjórnarsamstarfsins í uppnámi Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2023 14:36 Þorsteinn Pálsson segir Bjarna bjóða upp á pólitískan skollaleik og skuldi svör við spurningunni: Hver beri ábyrgð á því að Íslendingar hafi misstö tökin á útlendingamálum? vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum. Orð Bjarna hafa vakið mikla athygli og jafnvel reiði. Þannig sendi Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, samstarfsfólki sínu í meirihlutanum kaldar kveðjur í kjölfarið. Sagði innanmein Sjálfstæðisflokksins átakanleg á að horfa. „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins,“ skrifaði Jódís í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli og verið hafður meðal annars til marks um að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. En þó margir Sjálfstæðismenn hafi móðgast þegar Jódís birti þessi skrif er ekki víst að það sé nema í nösunum á þeim. Þorsteinn telur samstarfið í ríkisstjórninni vissulega þrotnað en eigi ekki að koma á óvart. Það hafi beinlínis verið uppleggið. „Samstarf um ríkisstjórn með raunverulega stefnu hefði vissulega kostað erfiðar málamiðlanir. En þingmenn sjálfstæðismanna völdu sjálfir gagnkvæmt neitunarvald og útideyfu með VG. Þeir bera ábyrgð á því vali gagnvart kjósendum í komandi kosningum,“ skrifar Þorsteinn í pistli sem hann birtir á Eyjunni. Veruleikaflótti Bjarna Þorsteinn vísar til orða Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG, sem sagði á fundi á Ísafirði í fyrra að hlutverk VG í ríkisstjórn væri ekki síst fólgið í því að stöðva hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Þetta sé því raunveruleg pólitísk tilveruklípa sem þingflokkurinn sé búinn að koma sér í. Hvað varðar orð Bjarna um að ástandið í útlendingamálum sé orðið stjórnlaust segir Þorsteinn að í full tíu ár hafa sex dómsmálaráðherrar úr röðum sjálfstæðismanna borið ábyrgð á málefnum innflytjenda. Og að í byrjun vikunnar hafi sjöundi ráðherrann tekið við þessari ábyrgð. Þorsteinn Pálsson bendir meðal annars á það að í full tíu ár hafa sex dómsmálaráðherrar úr röðum sjálfstæðismanna borið ábyrgð á málefnum innflytjenda.vísir/vilhelm „Af því tilefni sagði fjármálaráðherra að við hefðum algjörlega misst tökin á þessum málum. Bæjarstjórinn Hafnarfirði svaraði því til í Kastljósi að þessi þungi áfellisdómur væri sjálfsgagnrýni. Það eru orð að sönnu. Fá dæmi eru um að forystumenn í stjórnmálum hafi gengist með svo afgerandi hætti við mistökum eftir að hafa borið ábyrgð á málaflokki samfellt í áratug,“ skrifar Þorsteinn. Hann spyr hver sé sökudólgurinn og svarar þeirri spurningu sjálfur: „Fjármálaráðherra staðhæfði í viðtali á RÚV að þingið hefði brugðist. Stærsti flokkurinn í þremur ríkisstjórnum með ábyrgð á innflytjendamálum allan tímann má vissulega nota stór orð um lausatök. Hitt lýsir veruleikaflótta að skrifa þau á minnihlutann á Alþingi.“ Pólitískur skollaleikur formanns Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn segir að Bjarna skulda svar við því hvaða samstarfsflokkur í þremur ríkisstjórnum hafi komið í veg fyrir að sex dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins næðu árangri í þessum málaflokki. Jón Gunnarsson fráfarandi dómsmálaráðherra hafi hins vegar verið skýr um þetta. Hann segi sem er að vandi Sjálfstæðisflokksins sé samstarfið við VG. „Öllum má vera ljóst að pólarnir í stjórnmálum geta ekki til lengdar náð saman um markvissa stefnu. Jón Gunnarsson segir bara satt um þá staðreynd. Þorsteinn rifjar upp ummæli Guðmundar Inga varaformanns VG sem sagði að hlutverk flokksins í ríkisstjórn væri ekki síst í því fólgin að stöðva hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa nú að svara þeirri spurningu á komandi þingflokksfundi hvort þeirra staða sé sú að stöðva hugmyndafræði VG í ríkisstjórn.vísir/vilhelm Aðrir reyna að loka augunum eða draga athyglina að öðru. Forsætisráðherra reynir að loka augunum með því að mæla útideyfu bót á öllum helstu málasviðum. Fjármálaráðherra reynir á hinn bóginn að draga athyglina frá útideyfu samstarfsins með því að koma umræðu um málefni útlendinga á Pírataplan með öfugum formerkjum.“ Þorsteinn segir að slíkur skollaleikur með pólitísku ábyrgðina breyti ekki hinu að við höfum ekki fulla stjórn á þróun útlendingamála. Og að á þeim vanda þurfi að taka málefnalega en ekki með sleggjudómum. Mat Þorsteins er þannig að ríkisstjórnarsamstarfið sé vængbrotið og ekki um neitt sem ætti að vera uppi á borðum ríkisstjórnar til úrlausnar. Sýndarágreiningur stjórnarflokkanna Við þetta sem sagt er um ástir ósamlyndra hjóna varðandi útlendingamálin bætist svo afar umdeild ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva með nánast engum fyrirvara hvalveiðar. Sú ákvörðun stendur í Sjálfstæðismönnum og þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við eru reiðir. Boðað hefur verið til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem það mál verður tekið fyrir. Óli Björn Kárason þingflokksformaður flaug til landsins í gærkvöldi frá London. Þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn þarf á fundi sínum að svara spurningunni: Eru þau í ríkisstjórn til að stöðva hugmyndafræði VG? Það má heita öfugsnúin staða. Þannig ætti að liggja fyrir að nú reynir sem aldrei fyrr á ríkisstjórnarsamstarfið. En svo er spurningin hvort þetta sé allt í plati? Varaþingmaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Andri Thorsson, telur að límið sem heldur því saman sé ekki að gefa sig. Þvert á móti séu ágreiningurinn allur á yfirborðinu og þjóni öðrum tilgangi en þeim sem liggur í augum uppi. Hann býður vinum sínum á Facebook upp á athyglisverða greiningu: Guðmundur Andri gefur ekki mikið fyrir væringar meðal stjórnarflokkanna, þær séu til heimabrúks og ætlað að lappa upp á slappt fylgi sem sýnir sig í skoðanakönnunum.vísir/vilhelm „Þessa dagana hefur verið ýtt af stað markvissu átaki ríkisstjórnarflokkanna að ná til sín fylgi sem þeir hafa misst. Það gera þeir með því að ydda ágreiningsmál, sem vænleg eru til að vekja tilfinningar kjósenda. Útlendingamál og hvalveiðar,“ skrifar Guðmundur Andri á sína Facebook-síðu. Þær væringar séu því meira sem leikþáttur en nokkuð annað; „sem ýtir undir þá falshugmynd að þessi ríkisstjórn spanni átakalínur íslenskra stjórnmála. Það gerir hún ekki. Það ríkir þvert á móti eindrægni og sátt við ríkisstjórnarborðið um fyrirkomulag efnahagsmála, biðlista í fjársveltu heilbrigðiskerfi, skerðingar lífeyris, varðstöðu um landbúnaðarkerfi, krónuhagkerfi, okurvexti og verðbólgu, gjafakvóta og misskiptingu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Innflytjendamál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Orð Bjarna hafa vakið mikla athygli og jafnvel reiði. Þannig sendi Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, samstarfsfólki sínu í meirihlutanum kaldar kveðjur í kjölfarið. Sagði innanmein Sjálfstæðisflokksins átakanleg á að horfa. „Til að víkja athygli þjóðarinnar frá þessum darraðadansi og til að bregðst við fylgistapi, sameinast þau nú öll í að velta sér upp úr rasíska drullupollinum í von um að geta kroppað inn einhver prósent frá systurflokkum sínum í útlendingamálum, Miðflokki og Flokki fólksins,“ skrifaði Jódís í pistli á Facebook sem vakið hefur mikla athygli og verið hafður meðal annars til marks um að það hrikti í stjórnarsamstarfinu. En þó margir Sjálfstæðismenn hafi móðgast þegar Jódís birti þessi skrif er ekki víst að það sé nema í nösunum á þeim. Þorsteinn telur samstarfið í ríkisstjórninni vissulega þrotnað en eigi ekki að koma á óvart. Það hafi beinlínis verið uppleggið. „Samstarf um ríkisstjórn með raunverulega stefnu hefði vissulega kostað erfiðar málamiðlanir. En þingmenn sjálfstæðismanna völdu sjálfir gagnkvæmt neitunarvald og útideyfu með VG. Þeir bera ábyrgð á því vali gagnvart kjósendum í komandi kosningum,“ skrifar Þorsteinn í pistli sem hann birtir á Eyjunni. Veruleikaflótti Bjarna Þorsteinn vísar til orða Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG, sem sagði á fundi á Ísafirði í fyrra að hlutverk VG í ríkisstjórn væri ekki síst fólgið í því að stöðva hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Þetta sé því raunveruleg pólitísk tilveruklípa sem þingflokkurinn sé búinn að koma sér í. Hvað varðar orð Bjarna um að ástandið í útlendingamálum sé orðið stjórnlaust segir Þorsteinn að í full tíu ár hafa sex dómsmálaráðherrar úr röðum sjálfstæðismanna borið ábyrgð á málefnum innflytjenda. Og að í byrjun vikunnar hafi sjöundi ráðherrann tekið við þessari ábyrgð. Þorsteinn Pálsson bendir meðal annars á það að í full tíu ár hafa sex dómsmálaráðherrar úr röðum sjálfstæðismanna borið ábyrgð á málefnum innflytjenda.vísir/vilhelm „Af því tilefni sagði fjármálaráðherra að við hefðum algjörlega misst tökin á þessum málum. Bæjarstjórinn Hafnarfirði svaraði því til í Kastljósi að þessi þungi áfellisdómur væri sjálfsgagnrýni. Það eru orð að sönnu. Fá dæmi eru um að forystumenn í stjórnmálum hafi gengist með svo afgerandi hætti við mistökum eftir að hafa borið ábyrgð á málaflokki samfellt í áratug,“ skrifar Þorsteinn. Hann spyr hver sé sökudólgurinn og svarar þeirri spurningu sjálfur: „Fjármálaráðherra staðhæfði í viðtali á RÚV að þingið hefði brugðist. Stærsti flokkurinn í þremur ríkisstjórnum með ábyrgð á innflytjendamálum allan tímann má vissulega nota stór orð um lausatök. Hitt lýsir veruleikaflótta að skrifa þau á minnihlutann á Alþingi.“ Pólitískur skollaleikur formanns Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn segir að Bjarna skulda svar við því hvaða samstarfsflokkur í þremur ríkisstjórnum hafi komið í veg fyrir að sex dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins næðu árangri í þessum málaflokki. Jón Gunnarsson fráfarandi dómsmálaráðherra hafi hins vegar verið skýr um þetta. Hann segi sem er að vandi Sjálfstæðisflokksins sé samstarfið við VG. „Öllum má vera ljóst að pólarnir í stjórnmálum geta ekki til lengdar náð saman um markvissa stefnu. Jón Gunnarsson segir bara satt um þá staðreynd. Þorsteinn rifjar upp ummæli Guðmundar Inga varaformanns VG sem sagði að hlutverk flokksins í ríkisstjórn væri ekki síst í því fólgin að stöðva hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins þurfa nú að svara þeirri spurningu á komandi þingflokksfundi hvort þeirra staða sé sú að stöðva hugmyndafræði VG í ríkisstjórn.vísir/vilhelm Aðrir reyna að loka augunum eða draga athyglina að öðru. Forsætisráðherra reynir að loka augunum með því að mæla útideyfu bót á öllum helstu málasviðum. Fjármálaráðherra reynir á hinn bóginn að draga athyglina frá útideyfu samstarfsins með því að koma umræðu um málefni útlendinga á Pírataplan með öfugum formerkjum.“ Þorsteinn segir að slíkur skollaleikur með pólitísku ábyrgðina breyti ekki hinu að við höfum ekki fulla stjórn á þróun útlendingamála. Og að á þeim vanda þurfi að taka málefnalega en ekki með sleggjudómum. Mat Þorsteins er þannig að ríkisstjórnarsamstarfið sé vængbrotið og ekki um neitt sem ætti að vera uppi á borðum ríkisstjórnar til úrlausnar. Sýndarágreiningur stjórnarflokkanna Við þetta sem sagt er um ástir ósamlyndra hjóna varðandi útlendingamálin bætist svo afar umdeild ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að stöðva með nánast engum fyrirvara hvalveiðar. Sú ákvörðun stendur í Sjálfstæðismönnum og þeir þingmenn sem Vísir hefur rætt við eru reiðir. Boðað hefur verið til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins þar sem það mál verður tekið fyrir. Óli Björn Kárason þingflokksformaður flaug til landsins í gærkvöldi frá London. Þingflokkur Sjálfstæðisflokkurinn þarf á fundi sínum að svara spurningunni: Eru þau í ríkisstjórn til að stöðva hugmyndafræði VG? Það má heita öfugsnúin staða. Þannig ætti að liggja fyrir að nú reynir sem aldrei fyrr á ríkisstjórnarsamstarfið. En svo er spurningin hvort þetta sé allt í plati? Varaþingmaður Samfylkingarinnar, Guðmundur Andri Thorsson, telur að límið sem heldur því saman sé ekki að gefa sig. Þvert á móti séu ágreiningurinn allur á yfirborðinu og þjóni öðrum tilgangi en þeim sem liggur í augum uppi. Hann býður vinum sínum á Facebook upp á athyglisverða greiningu: Guðmundur Andri gefur ekki mikið fyrir væringar meðal stjórnarflokkanna, þær séu til heimabrúks og ætlað að lappa upp á slappt fylgi sem sýnir sig í skoðanakönnunum.vísir/vilhelm „Þessa dagana hefur verið ýtt af stað markvissu átaki ríkisstjórnarflokkanna að ná til sín fylgi sem þeir hafa misst. Það gera þeir með því að ydda ágreiningsmál, sem vænleg eru til að vekja tilfinningar kjósenda. Útlendingamál og hvalveiðar,“ skrifar Guðmundur Andri á sína Facebook-síðu. Þær væringar séu því meira sem leikþáttur en nokkuð annað; „sem ýtir undir þá falshugmynd að þessi ríkisstjórn spanni átakalínur íslenskra stjórnmála. Það gerir hún ekki. Það ríkir þvert á móti eindrægni og sátt við ríkisstjórnarborðið um fyrirkomulag efnahagsmála, biðlista í fjársveltu heilbrigðiskerfi, skerðingar lífeyris, varðstöðu um landbúnaðarkerfi, krónuhagkerfi, okurvexti og verðbólgu, gjafakvóta og misskiptingu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Innflytjendamál Hvalveiðar Tengdar fréttir Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22 Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09 Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Stjórnarslit líklegri í dag en í gær Prófessor í stjórnmálafræði segir ekki hægt að líta fram hjá möguleikanum á því að ákvörðun matvælaráðherra sé svar við framgöngu ráðherra Sjálfstæðisflokksins í gær. Alvarlegur ágreiningur sé greinilega kominn upp á stjórnarheimilinu. 20. júní 2023 15:22
Svandís segir stjórnarsamstarfið ekki í hættu Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra telur umdeilda ákvörðun sína um að stöðva hvalveiðar sem áttu að hefjast á morgun ekki hafa nein áhrif á stjórnarsamstarfið. 20. júní 2023 17:09
Teitur Björn vill kalla atvinnuveganefnd saman Verulegur urgur er nú í herbúðum Sjálfstæðismanna vegna ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að banna hvalveiðar. 20. júní 2023 16:36