Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory Smári Jökull Jónsson skrifar 22. júní 2023 23:01 Rory McIlroy sáttur eftir að hafa farið holu í höggi. Vísir/Getty Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut. Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir. Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy hefur leikið á PGA-mótaröðinni í fjölmörg ár en hann vann sinn fyrsta sigur á þar árið 2010 en alls hefur hann fagnað sigri á tuttugu og þremur mótum á mótaröðinni. Hann hefur hins vegar aldrei náð því að fara holu í höggi á mótaröðinni - fyrr en í kvöld. Hann náði draumahögginu á áttundu holu á Travelers Championship mótinu í Connecticut í Bandaríkjunum. Brautin er tæpir 200 metrar að lengd og náði Rory högginu á fyrsta hring mótsins. ACE FOR RORY!@McIlroyRory holes it from 214 yards @TravelersChamp pic.twitter.com/bKUfts2RvU— PGA TOUR (@PGATOUR) June 22, 2023 Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Rory nær að fara holu í höggi a ferlinum því hann náði því árið 2015 á HSBC meistaramótinu í Abu Dhabi en það mót var ekki hluti af PGA-mótaröðinni. Fyrsti hringur Rory á mótinu var ansi skrautlegur. Hann lauk hringum á tveimur undir pari, náði fimm fuglum fyrir utan ásinn sem hann fékk á áttundu braut en spilaði fimm holur yfir pari. Bandaríkjamaðurinn Denny McCarthy er efstur á níu höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en Keegan Bradley er í öðru sæti einu höggi á eftir.
Golf Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira