Mosfellingar semja um næturstrætó Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. júní 2023 15:03 Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri segir næturstrætó öryggismál fyrir ungt fólk. Mosfellingar hyggjast taka upp akstur næturstrætó á nýjan leik líkt og Reykvíkingar hafa gert. Bæjarstjóri segir þetta öryggismál fyrir ungt fólk. „Við viljum hafa strætó sem valkost fyrir fólk sem er að skemmta sér í miðbænum um helgar,“ segir Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Það er ákveðið öryggi fólgið í því og ungt fólk hefur kallað eftir því.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fimmtudag að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Strætó og Reykjavíkurborg um næturstrætó í Mosfellsbæ. Var tillagan samþykkt með öllum 5 atkvæðum. Mosfellsbær óskaði eftir kostnaðarmati við það að lengja leið 106 frá Grafarvogi upp í Mosfellsbæ á næturnar. Greiðir þá Mosfellsbær þann aukakostnað sem hlýst af breytingunni ásamt hlutdeild í öryggisgæslu og flotastjórnun. Kostnaðarmatið var klárað í maí og er 2,5 milljón krónur á ári. „Þetta er hins vegar eitthvað sem við þurfum að ræða við Reykjavíkurborg og stjórn Strætó um,“ segir Regína. Ekki vilji í Hafnarfirði og Kópavogi Næturstrætó Reykjavíkur hófst þann 25. febrúar síðastliðinn. Eru þetta fjórar leiðir frá miðborginni. Það er 103 í Breiðholtið, 104 í Úlfarsárdalinn, 105 í Norðlingaholtið og 106 í Grafarvog. Aksturinn er frá klukkan 1:25 til 3:40 og tíðnin um ein klukkustund. Þá er stakt fargjald tvöfalt hærra en á daginn, krónur 1.100 en áskriftarkort gilda einnig í næturstrætó. Málið hefur komið til tals í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem minnihlutar í bæjarstjórnum hafa þrýst á næturstrætó. Þar hafa bæjarstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki viljað taka upp næturstrætó á nýjan leik. Mosfellsbær Strætó Samgöngur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
„Við viljum hafa strætó sem valkost fyrir fólk sem er að skemmta sér í miðbænum um helgar,“ segir Regína Ástvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Það er ákveðið öryggi fólgið í því og ungt fólk hefur kallað eftir því.“ Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á fimmtudag að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Strætó og Reykjavíkurborg um næturstrætó í Mosfellsbæ. Var tillagan samþykkt með öllum 5 atkvæðum. Mosfellsbær óskaði eftir kostnaðarmati við það að lengja leið 106 frá Grafarvogi upp í Mosfellsbæ á næturnar. Greiðir þá Mosfellsbær þann aukakostnað sem hlýst af breytingunni ásamt hlutdeild í öryggisgæslu og flotastjórnun. Kostnaðarmatið var klárað í maí og er 2,5 milljón krónur á ári. „Þetta er hins vegar eitthvað sem við þurfum að ræða við Reykjavíkurborg og stjórn Strætó um,“ segir Regína. Ekki vilji í Hafnarfirði og Kópavogi Næturstrætó Reykjavíkur hófst þann 25. febrúar síðastliðinn. Eru þetta fjórar leiðir frá miðborginni. Það er 103 í Breiðholtið, 104 í Úlfarsárdalinn, 105 í Norðlingaholtið og 106 í Grafarvog. Aksturinn er frá klukkan 1:25 til 3:40 og tíðnin um ein klukkustund. Þá er stakt fargjald tvöfalt hærra en á daginn, krónur 1.100 en áskriftarkort gilda einnig í næturstrætó. Málið hefur komið til tals í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem minnihlutar í bæjarstjórnum hafa þrýst á næturstrætó. Þar hafa bæjarstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ekki viljað taka upp næturstrætó á nýjan leik.
Mosfellsbær Strætó Samgöngur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira