„Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2023 11:00 Stjarnan hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Fyrir mót var Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í fótbolta af Vísi. Eftir tap gegn botnliði Selfoss er Stjarnan nær fallbaráttunni heldur en toppbaráttunni. Farið var yfir leik Stjörnunnar í síðasta þætti Bestu markanna. „Maður hefur alveg séð einhverja leiki þar sem maður hugsar „Já, ég skil pælinguna“ en svo sér maður leik eins og þennan og þá hugsar maður bara Nei,“ hóf Mist Rúnarsdóttir á að segja um tap Stjörnunnar á Selfossi og hélt svo áfram. „Þú ert með miðjumenn sem eru of líkir, ert með miðjumenn að spila út úr stöðu. Kannski of mikið af miðjumönnum í einu byrjunarliði. Þú ert með einn í bakverðinum og svo á köntunum.“ „Ég hélt þeir kæmust ekki allir fyrir,“ bætti Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir furðaði sig á leikstöðu Andreu Mist Pálsdóttur: „Hvað er hún að gera þar?“ „Ég veit það ekki, ég hef haft mikla trú á Kristjáni [Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar] í gegnum tíðina. Ég er ótrúlega hissa á því að það hafi verið sóttur senter,“ sagði Mist á nýjan leik og hélt áfram. „Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum en ef þú ætlar ekki að nota níuna þína, Snædísi Maríu (Jörundsdóttur) sem er á bekknum, af hverju er þá ekki sóttur senter? Þú ert að fara í Meistaradeild Evrópu.“ „Kannski lítill peningur eftir því þú færð Gunnhildi Yrsu [Jónsdóttur],Erin [McLeod] og Andreu Mist, svona stóra pósta. En það hlýtur að vera eitthvað til í Garðabænum?“ „Verður að hafa framherja sem skorar 10 plús mörk helst,“ skaut Sonný Lára inn í. „Þetta er svo þreytt. Það er búið að vera eina umræðuefnið okkar í allt sumar en þetta öskrar á mann,“ sagði Mist áður en Helena átti lokaorðið. „Ég held það séu allir sammála um það að það er nákvæmlega það sem Stjörnunni vantar.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Stjörnuna Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Maður hefur alveg séð einhverja leiki þar sem maður hugsar „Já, ég skil pælinguna“ en svo sér maður leik eins og þennan og þá hugsar maður bara Nei,“ hóf Mist Rúnarsdóttir á að segja um tap Stjörnunnar á Selfossi og hélt svo áfram. „Þú ert með miðjumenn sem eru of líkir, ert með miðjumenn að spila út úr stöðu. Kannski of mikið af miðjumönnum í einu byrjunarliði. Þú ert með einn í bakverðinum og svo á köntunum.“ „Ég hélt þeir kæmust ekki allir fyrir,“ bætti Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, við áður en Sonný Lára Þráinsdóttir furðaði sig á leikstöðu Andreu Mist Pálsdóttur: „Hvað er hún að gera þar?“ „Ég veit það ekki, ég hef haft mikla trú á Kristjáni [Guðmundssyni, þjálfara Stjörnunnar] í gegnum tíðina. Ég er ótrúlega hissa á því að það hafi verið sóttur senter,“ sagði Mist á nýjan leik og hélt áfram. „Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum en ef þú ætlar ekki að nota níuna þína, Snædísi Maríu (Jörundsdóttur) sem er á bekknum, af hverju er þá ekki sóttur senter? Þú ert að fara í Meistaradeild Evrópu.“ „Kannski lítill peningur eftir því þú færð Gunnhildi Yrsu [Jónsdóttur],Erin [McLeod] og Andreu Mist, svona stóra pósta. En það hlýtur að vera eitthvað til í Garðabænum?“ „Verður að hafa framherja sem skorar 10 plús mörk helst,“ skaut Sonný Lára inn í. „Þetta er svo þreytt. Það er búið að vera eina umræðuefnið okkar í allt sumar en þetta öskrar á mann,“ sagði Mist áður en Helena átti lokaorðið. „Ég held það séu allir sammála um það að það er nákvæmlega það sem Stjörnunni vantar.“ Klippa: Bestu mörkin: Umræða um Stjörnuna
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Bestu mörkin Stjarnan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira