„Við ræddum um starfslokasamning við þá“ Atli Arason skrifar 23. júní 2023 23:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur. Vísir/Diego Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, segir að Keflvíkingar ætli að styrkja hópinn sinn í félagaskiptaglugganum sem opnar á næstu dögum en liðið er strax byrjað að losa sig við leikmenn til að gera pláss fyrir nýja. Keflavík tilkynnti í dag að Marley Blair væri búinn að yfirgefa félagið en sögusagnir eru í gangi að Jordan Smylie muni gera slíkt hið sama á næstunni. „Við ræddum um starfslokasamning við þá. Þær viðræður eru einhverju leyti enn þá í gangi en mér skilst það sé búið að ganga frá því með Marley. Þetta eru forsendur fyrir því að við getum styrkt hópinn í glugganum, að aðrir fari í staðinn. Þeir náðu ekki að standast undir þeim væntingum sem gerðu voru til þeirra, stundum gengur það bara ekki upp. Þetta eru fínir leikmenn sem við óskum góðs gengis annars staðar. Vonandi náum við að styrkja okkur í glugganum,“ sagði Sigurður í viðtali við Vísi eftir leik Keflavíkur og Fylkis í kvöld. Þá liggur fyrir að þeir Ásgeir Páll Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson munu yfirgefa liðið í ágúst. Það er því nær öruggt að Keflvíkingar munu styrkja hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 18. júlí. „Þeir eru báðir að yfirgefa okkur og fara í skóla í Bandaríkjunum í ágúst. Við þurfum að styrkja okkur í glugganum,“ svaraði Sigurður aðspurður út í breytingar á leikmannahópnum. Svekktur með úrslit leiksins Sigurður var óánægður að ná einungis í eitt stig úr leiknum gegn Fylki í 12. umferð Bestu-deild karla. Eftir jafnteflið er Keflavík enn þá í neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. „Ég er svekktur að hafa ekki náð að vinna þennan leik. Mér fannst við skapa meira en nóg af fínum færum til að klára þennan leik en við fórum bara illa með þau. Fylkir náði ekki að skapa sér mikið, við vissum að þeir væru hættulegir í skyndisóknum og við þurfum alltaf að hafa augu með þeim þar. Okkur tókst það nokkuð vel í gegnum allan leikinn. Þeir skora eftir eitt horn sem við ræddum um fyrir leikinn að þyrfti að passa en við sýndum karakter að koma til baka. Við vorum kannski orðnir of þreyttir í restina til að ná að setja eitt í viðbót en ég er ánægður með framlagið hjá leikmönnum mínum, maður vinnur víst ekki alltaf,“ sagði Sigurður. „Ég á eftir að skoða það betur á vídeó [markið hjá Fylki] en ég held að Sindri Snær var að dekka Pétur og Pétur er bara einn af sterkari skallamönnum í þessari deild og Pétur vann bara einvígið. Við reyndum að forðast að gefa þeim horn en þeir fengu einhver horn og þá þarf ekki nema einn góðan bolta inn í og þá er erfitt að verjast því þegar þeir eru með góða skallamenn inn í vítateig.“ „Við fengum samt haug af færum í fyrri hálfleik til að komast yfir og sýndum svo karakter að koma til baka og jafna leikinn, ég er ánægður með það. Svo bara byggjum við ofan á þetta áfram,“ bætti Sigurður við og er bjartsýnn á framhaldið. „Mér fannst Edon [Osmani] koma fínt inn, hann skoraði jöfnunarmarkið. Ég er búinn að vera að tönglast í því að fá meira frá honum að skora meira eða leggja upp. Það sama á við um Viktor [Andra Hafþórsson] sem kom líka inn á og lagði markið upp. Ég er ánægður með þá sem komu inn á völlinn og það setur pressu á alla hina.“ Framundan er annar stórleikur fyrir Keflavík í neðri hluta deildarinnar þar sem þeir fara í heimsókn til KR, sem eru einungis fjórum stigum á undan Keflavík eftir leiki kvöldsins. „Það er annar baráttuleikur. Liðin í neðri hlutanum eru ekki að skera sig neitt úr, þau virðast öll vera mjög jöfn og þetta eru allt 50/50 leikir. Við höldum bara áfram og bíðum eftir að við fáum að endurheimta leikmenn. Vonandi fer að styttast í það. Aftur verð ég að minnast á þá sem komu inn af bekknum með krafti inn í leikinn, við þurfum á því að halda í næsta leik gegn KR,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu. Besta deild karla Keflavík ÍF Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Blair-verkefninu lokið í Keflavík Keflavík og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann mun því ekki spila meira með Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu. 23. júní 2023 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Allt jafn í fallbaráttuslagnum Keflavík og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í 12. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem gerir töluvert meira fyrir Fylki á meðan Keflavík er sem fyrr á botni deildarinnar. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Keflavík tilkynnti í dag að Marley Blair væri búinn að yfirgefa félagið en sögusagnir eru í gangi að Jordan Smylie muni gera slíkt hið sama á næstunni. „Við ræddum um starfslokasamning við þá. Þær viðræður eru einhverju leyti enn þá í gangi en mér skilst það sé búið að ganga frá því með Marley. Þetta eru forsendur fyrir því að við getum styrkt hópinn í glugganum, að aðrir fari í staðinn. Þeir náðu ekki að standast undir þeim væntingum sem gerðu voru til þeirra, stundum gengur það bara ekki upp. Þetta eru fínir leikmenn sem við óskum góðs gengis annars staðar. Vonandi náum við að styrkja okkur í glugganum,“ sagði Sigurður í viðtali við Vísi eftir leik Keflavíkur og Fylkis í kvöld. Þá liggur fyrir að þeir Ásgeir Páll Magnússon og Guðjón Pétur Stefánsson munu yfirgefa liðið í ágúst. Það er því nær öruggt að Keflvíkingar munu styrkja hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 18. júlí. „Þeir eru báðir að yfirgefa okkur og fara í skóla í Bandaríkjunum í ágúst. Við þurfum að styrkja okkur í glugganum,“ svaraði Sigurður aðspurður út í breytingar á leikmannahópnum. Svekktur með úrslit leiksins Sigurður var óánægður að ná einungis í eitt stig úr leiknum gegn Fylki í 12. umferð Bestu-deild karla. Eftir jafnteflið er Keflavík enn þá í neðsta sæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti. „Ég er svekktur að hafa ekki náð að vinna þennan leik. Mér fannst við skapa meira en nóg af fínum færum til að klára þennan leik en við fórum bara illa með þau. Fylkir náði ekki að skapa sér mikið, við vissum að þeir væru hættulegir í skyndisóknum og við þurfum alltaf að hafa augu með þeim þar. Okkur tókst það nokkuð vel í gegnum allan leikinn. Þeir skora eftir eitt horn sem við ræddum um fyrir leikinn að þyrfti að passa en við sýndum karakter að koma til baka. Við vorum kannski orðnir of þreyttir í restina til að ná að setja eitt í viðbót en ég er ánægður með framlagið hjá leikmönnum mínum, maður vinnur víst ekki alltaf,“ sagði Sigurður. „Ég á eftir að skoða það betur á vídeó [markið hjá Fylki] en ég held að Sindri Snær var að dekka Pétur og Pétur er bara einn af sterkari skallamönnum í þessari deild og Pétur vann bara einvígið. Við reyndum að forðast að gefa þeim horn en þeir fengu einhver horn og þá þarf ekki nema einn góðan bolta inn í og þá er erfitt að verjast því þegar þeir eru með góða skallamenn inn í vítateig.“ „Við fengum samt haug af færum í fyrri hálfleik til að komast yfir og sýndum svo karakter að koma til baka og jafna leikinn, ég er ánægður með það. Svo bara byggjum við ofan á þetta áfram,“ bætti Sigurður við og er bjartsýnn á framhaldið. „Mér fannst Edon [Osmani] koma fínt inn, hann skoraði jöfnunarmarkið. Ég er búinn að vera að tönglast í því að fá meira frá honum að skora meira eða leggja upp. Það sama á við um Viktor [Andra Hafþórsson] sem kom líka inn á og lagði markið upp. Ég er ánægður með þá sem komu inn á völlinn og það setur pressu á alla hina.“ Framundan er annar stórleikur fyrir Keflavík í neðri hluta deildarinnar þar sem þeir fara í heimsókn til KR, sem eru einungis fjórum stigum á undan Keflavík eftir leiki kvöldsins. „Það er annar baráttuleikur. Liðin í neðri hlutanum eru ekki að skera sig neitt úr, þau virðast öll vera mjög jöfn og þetta eru allt 50/50 leikir. Við höldum bara áfram og bíðum eftir að við fáum að endurheimta leikmenn. Vonandi fer að styttast í það. Aftur verð ég að minnast á þá sem komu inn af bekknum með krafti inn í leikinn, við þurfum á því að halda í næsta leik gegn KR,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, að endingu.
Besta deild karla Keflavík ÍF Íslenski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Blair-verkefninu lokið í Keflavík Keflavík og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann mun því ekki spila meira með Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu. 23. júní 2023 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Allt jafn í fallbaráttuslagnum Keflavík og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í 12. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem gerir töluvert meira fyrir Fylki á meðan Keflavík er sem fyrr á botni deildarinnar. 23. júní 2023 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Blair-verkefninu lokið í Keflavík Keflavík og Marley Blair hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi leikmannsins. Hann mun því ekki spila meira með Keflavík í Bestu deild karla í knattspyrnu. 23. júní 2023 18:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fylkir 1-1 | Allt jafn í fallbaráttuslagnum Keflavík og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í 12. umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem gerir töluvert meira fyrir Fylki á meðan Keflavík er sem fyrr á botni deildarinnar. 23. júní 2023 21:15