Arteta segir að Arsenal hafi verið sálarlaust þegar hann mætti á svæðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2023 10:30 Mikel Arteta hefur komið Arsenal aftur í hóp bestu liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Getty/David Price Mikel Arteta hefur gert flotta hluti sem knattspyrnustjóri Arsenal en hann segir að Arsenal hafi verið búið að týna sál félagsins þegar hann mætti á svæðið árið 2019. Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Arteta þekkti vel til hjá Arsenal eftir að hafa spilað þar sem leikmaður undir stjórn Arsene Wenger en hafði þarna verið aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá Manchester City í þrjú ár. Mikel Arteta believes that his greatest achievement at Arsenal has been to restore the club s lost soul.https://t.co/cYDhxApj1B— Times Sport (@TimesSport) June 25, 2023 Hinn 41 árs gamli knattspyrnustjóri talar um það að tengingin á milli leikmanna Arsenal og stuðningsmanna félagsins hafi ekki verið til staðar þegar félagið spilaði á Emirates leikvanginum og að hann hafi verið staðráðinn í að breyta því. „Þetta byrjaði fyrir meira en þremur árum síðan. Ég var aðstoðarmaður Pep hjá City og við vorum að mæta Arsenal. Ég sá þá að félagið hafði týnt sálinni,“ sagði Mikel Arteta í viðtali við spænska stórblaðið Marca. „Það var engin ánægja í liðinu og það sást. Ég vissi að það væri möguleiki að fara yfir á hinn bekkinn fljótlega á eftir. Ég vissi líka að þetta félag er það stórt að það yrði að vera tenging á milli liðsins og stuðningsmannanna,“ sagði Arteta. „Þetta hefur verið erfitt verkefni en núna er ég ánægður. Við höfum skýrt einkenni, það er samheldni í liðinu og við erum fullir af orku. Það er það stærsta í þessu. Frá toppi til táar þá eru allir að ýta í sömu átt,“ sagði Arteta. "Together we have reconnected the soul of this football club."Mikel Arteta pic.twitter.com/DgXWXXdAYC— Gunners (@Gunnersc0m) June 24, 2023 Arsenal var stærsta hluti tímabilsins á toppnum en réð ekki við Manchester City á lokasprettinum. „Það er enn mjög sárt að hafa misst af þessu eftir að hafa keppt við City í tíu mánuði. Svona eru bara íþróttirnar. Það er samt eftirtektarvert hvað við höfum náð að afreka með þessu unga liði. Það blasir við mínum augum núna,“ sagði Arteta. „Okkur var refsað fyrir þessi þrjú jafntefli (á móti Liverpool, West Ham United og Southampton) og þá voru þrír eða fjórir mikilvægir leikmenn sem meiddust. Eftir það varð allt miklu flóknara,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira