Geta unnið sinn fimmta leik í röð í kvöld: „Þurfum að vera ofan á í baráttu og vilja“ Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2023 12:15 Leikmenn FH fagna marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Athyglisverð viðureign mun eiga sér stað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld þegar spútniklið deildarinnar til þessa, nýliðar FH, taka á móti Þrótti Reykjavík. Ljóst er að sigri annað hvort liðið í kvöld, þá mun það lið lyfta sér upp í 3. sæti deildarinnar. „Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“ Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Stemningin hjá okkur í FH-liðinu er virkilega góð og leikur kvöldsins leggst mjög vel í okkur,“ segir Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH í samtali við Vísi í dag. „Við erum búnar að fara vel yfir leikplanið og það hvernig við munum nálgast leikinn. Við mætum því vel fókuseraðar og tilbúnar í kvöld.“ FH hefur verið á blússandi siglingu í Bestu deild kvenna undanfarið, liðið er á fjögurra leikja sigurgöngu og getur með fimmta sigrinum í kvöld lyft sér upp í þriðja sæti deildarinnar. Hvað þarf liðið að gera til þess að svo fari?„Fyrst og fremst þurfum við bara að vera ofan á í baráttu og vilja líkt og við höfum sýnt í síðustu leikjum og fylgja leikplaninu. Ef það gengur vel þá munum við ná inn öðrum sigri.“FH er eitt af spútnikliðum tímabilsins til þessa. Liðið er nýliði í Bestu deildinni og var í flestum spám spáð fallsæti, spá sem virðist ekki ætla að raungerast núna.Hefur FH liðið verið að nýta sér þessar spár til þess að mótivera sig?„Við vorum svo sem ekkert mikið að pæla í þessum spám. Við erum að koma inn sem nýliðar og því kom það okkur ekkert á óvart að vera spáð fallsæti en frammistaða okkar á tímabilinu hingað til hefur ekkert komið okkur á óvart.Við búum yfir virkilega sterkum og breiðum leikmannahóp sem og sterkri liðsheild og vitum vel hvað í okkur býr.“Andstæðingur kvöldsins, Þróttur Reykjavík, hefur verið í smá brekku undanfarið. Liðið er án sigurs í síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni og féll á dögunum úr leik í Mjólkurbikarnum með tapi gegn Breiðabliki.Við hvernig Þróttara liði býst þú í kvöld?„Þær eru með virkilega flott lið og eru vel spilandi. Þá eru einstaklingsgæði þarna sem geta valdið miklum usla. Við þurfum bara að mæta vel tilbúnar til leiks og pressa vel á þær. Við megum ekki gefa þeim mikinn tíma á boltanum.“
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira