Rifja upp tólf ára Twitter færslu Van Nistelrooy: Hann vissi þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2023 12:01 Ruud van Nistelrooy og Heung-Min Son á æfingu hjá Hamburger SV í lok júlí 2010. Getty/Alex Grimm Í aprílmánuði fyrir tólf árum síðan þá var Ruud van Nistelrooy leikmaður þýska liðsins Hamburger SV og á lokakafla ferilsins síns þar sem hann hafði áður farið á kostum með bæði Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy var þarna orðinn 35 ára gamll og kláraði sama ár landsliðsferil sinn með Hollandi. Með honum í liði Hamburger SV var hins vegar ungur strákur að nafni Heung-Min Son. Son var þarna aðeins nítján ára gamall en hafði komið til Hamburger frá Suður Kóreu þremur árum fyrr. Son var nýkominn í aðallið félagsins og fékk því að æfa með Van Nistelrooy. Van Nistelrooy var það hrifinn af stráknum að hann spáði stráknum mikilli velgengni í framtíðinni og ákvað að skella á hann hrósi á Twitter síðu sinni. Hann vakti þar athygli á liðsfélaga sínum. „…“Liðsfélagi minn Heung-Min Son hefur mikla hæfileika. Hann er bara átján ára gamall. Fylgist með honum. Klassaleikmaður,“ skrifaði Van Nistelrooy. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er óhætt að segja að Van Nistelrooy hafi þarna séð framtíðina fyrir sér og hann vissi strax þarna að Son væri alvöru leikmaður. Son var tvö ár í viðbót hjá Hamburger SV og svo önnur tvö hjá Bayer Leverkusen. Hann fór þaðan til Tottenham Hotspur árið 2015 þar sem hann hefur átta frábæran feril. Son hefur skorað 103 mörk í 268 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en Van Nistelrooy var sjálfur með 95 mörk í 150 leikjum með Manchester United frá 2001 til 2006. Son er einnig þriðji markahæsti landsliðsmaður Suður-Kóreu frá upphafi með 37 mörk en á reyndar enn þrettán mörk í að ná öðru sætinu og 21 mark á eftir þeim markahæsta sem er Cha Bum-kun. Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira
Van Nistelrooy var þarna orðinn 35 ára gamll og kláraði sama ár landsliðsferil sinn með Hollandi. Með honum í liði Hamburger SV var hins vegar ungur strákur að nafni Heung-Min Son. Son var þarna aðeins nítján ára gamall en hafði komið til Hamburger frá Suður Kóreu þremur árum fyrr. Son var nýkominn í aðallið félagsins og fékk því að æfa með Van Nistelrooy. Van Nistelrooy var það hrifinn af stráknum að hann spáði stráknum mikilli velgengni í framtíðinni og ákvað að skella á hann hrósi á Twitter síðu sinni. Hann vakti þar athygli á liðsfélaga sínum. „…“Liðsfélagi minn Heung-Min Son hefur mikla hæfileika. Hann er bara átján ára gamall. Fylgist með honum. Klassaleikmaður,“ skrifaði Van Nistelrooy. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Það er óhætt að segja að Van Nistelrooy hafi þarna séð framtíðina fyrir sér og hann vissi strax þarna að Son væri alvöru leikmaður. Son var tvö ár í viðbót hjá Hamburger SV og svo önnur tvö hjá Bayer Leverkusen. Hann fór þaðan til Tottenham Hotspur árið 2015 þar sem hann hefur átta frábæran feril. Son hefur skorað 103 mörk í 268 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en Van Nistelrooy var sjálfur með 95 mörk í 150 leikjum með Manchester United frá 2001 til 2006. Son er einnig þriðji markahæsti landsliðsmaður Suður-Kóreu frá upphafi með 37 mörk en á reyndar enn þrettán mörk í að ná öðru sætinu og 21 mark á eftir þeim markahæsta sem er Cha Bum-kun.
Enski boltinn Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Sjá meira