Magnaðar myndir af sandstormi í Reynisfjöru Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 14:00 Ferðamennirnir í Reynisfjöru höfðu gaman að náttúruöflunum í fyrstu en gamanið kárnaði fljótt þegar kom að því að ganga aftur á bílastæðið. Fólk fauk í mestu hviðunum. RAX Rax fangaði stórbrotnar myndir frá Reynisfjöru í gær þar sem sandstormar herjuðu á ferðamenn. Einn fauk í sandinn og annar þurfti að bera barn sitt vegna vindsins sem fór upp í rúma 30 metra á sekúndu. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi. RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, betur þekktur sem Rax, var staddur á Reynisfjöru, rétt utan við Vík í Mýrdal, síðdegis í gær þar sem kröftugir sandstormar geisuðu. Ferðamenn hlaupa eftir fjörunni á meðan sandstormurinn ber á þeim.RAX „Ég fer þegar veðrið verst,“ sagði Rax kíminn aðspurður hvort hann hefði verið í Mýrdalnum sér til yndisauka. Foreldrar héldur á börnum sínum eða leiddu þau áfram í gegnum sandstorminn.RAX Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og tekur daglega við gríðarlegum fjölda gesta. Þó leiðinni þangað hafi verið lokað á tímabili í gær var samt fjöldi fólks niðri í fjörunni sem fékk að kenna á náttúruöflunum. Fólk leitaði skjóls í stuðlaberginu, aðrir grúfðu sig niður.RAX Rax segir vindhraðann hafa verið í stöðugum nítján til tuttugu metrum á sekúndu og hann hafi að öllum líkindum farið upp í rúmlega 30 metra á sekúndu í stærstu hviðunum. „Þetta hefur farið í 65 hnúta í hviðunum, það var alveg svakalegt,“ segir hann. Fjölskyldufaðirinn burðast með barn sitt sem hefur ekki getað gengið vegna vindsins.RAX „Þau höfðu bara gaman að þessu en svo kárnar gamanið þegar þau þurftu að bera krakkana sína til baka í rokinu,“ segir RAX um ferðamennina sem voru staddir í Reynisfjöru. Það er ekki auðvelt að bera barn á meðan sandurinn dynur á manni.RAXÞegar vindhviðurnar urðu hvað harðastar þurfti þessi fjölskyldufaðir að bera barn sitt.RAXSandstormurinn stakk eins og nálar.RAX Þrátt fyrir að hafa náð fjölda mynda segist Rax ekki hafa náð tali af ferðamönnunum, vindurinn hafi verið of mikill til að maður gæti stoppað til að spjalla. „Maður fauk til og frá. Þú ræður ekki við neitt, maður bara fauk. Ég sat á jörðinni og fauk,“ sagði hann. Reynisfjara er einn hættulegasti staður landsins vegna öldugangsins sem getur sogað fólk hratt út á haf. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks dáið eftir að hafa lent í sjónum við fjöruna.RAX „Náttúruöflin geta tekið völdin en það slapp þarna. Það er hættulegast þegar brimið er mikið. Menn hefðu getað fokið út í,“ segir hann um vindhviðurnar. „Sandurinn er eins og nálar þegar hann fýkur á mann,“ segir Rax sem fann nálastungur sandsins í gegnum buxurnar. Fólk hélt fyrir andlitið þegar vindhviðurnar urðu harðastar enda stakk sandurinn fast í húðina.RAX Þú varst ekkert hræddur um myndavélina? „Pínu, pínu. Ég var með hana inn á mér,“ segir hann og bætir við að á tímabili hafi hviðurnar verið svo kröftugar að hann sá ekkert til og hitti jafnvel ekki með myndavélinni. „Hviðan tekur mann og maður smellir og smellir og veit ekkert hvað maður er að gera,“ segir RAX um það hvernig fer í verstu hviðunum. RAX Veðrið var ansi slæmt í gær en Rax telur að það gæti orðið svipað í dag. Fólk sem hyggst heimsækja Reynisfjöru má því eiga von á ansi hreint miklum vindi.
RAX Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent