Tsipras hættir eftir að Syriza beið afhroð í kosningum Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2023 12:18 Alexis Tsipras tók við formennsku í Syriza árið 2012 og var forsætisráðherra Grikklands á árunum 2ö15 til 2019. AP Alexis Tsipras, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, hefur ákveðið að segja af sér formennsku í vinstriflokknum Syriza eftir að flokkurinn beið afhroð í nýafstöðnum þingkosningum. Tsipras gegndi embætti forsætisráðherra Grikklands á árunum 2015 til 2019, á tíma þegar Grikkjum var gert að sæta ströngum aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum vegna skuldastöðu sinnar til að hægt væri að tryggja gríska ríkinu frekari lán. Kröfðust margir þess á sínum tíma að Grikklandi yrði vikið úr evrusamstarfinu vegna stöðunnar. Hinn 48 ára Tsipras greindi frá ákvörðun sinni í sjónvarpsávarpi í morgun. Hann sagði tíma til kominn að „hefja nýja hringrás“ og að þetta tap í kosningunum yrði að verða nýtt upphaf þeirrar hringrásar. Sagði hann ennfremur að boðað yrði til formannskosninga í Syriza þar sem hann yrði sjálfur ekki í framboði. Syriza hlaut um átján prósent atkvæða í þingkosningum um liðna helgi þar sem hægriflokkurinn Nýtt lýðræði tryggði sér meirihluta og mun þannig áfram fara með stjórn landsins. Tsipras og Syriza komst á sínum tíma til valda í landinu vegna loforða um að berjast harkalega gegn hinum ströngu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins. Fjölmargir háttsettir innan vinstristjórnar Syriza áttu þó eftir að snúa baki við stjórninni og segja af sér vegna þess sem þau sögðu undirlægjuhátt í garð Evrópusambandsins og sér í lagi Þýskalands. Tsipras segist munu starfa áfram sem formaður þar til að nýr hefur verið valinn. Hann er sá sem hefur lengst gegnt formannsembættinu í nítján ára sögu flokksins. Grikkland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Tsipras gegndi embætti forsætisráðherra Grikklands á árunum 2015 til 2019, á tíma þegar Grikkjum var gert að sæta ströngum aðhaldsaðgerðum í efnahagsmálum vegna skuldastöðu sinnar til að hægt væri að tryggja gríska ríkinu frekari lán. Kröfðust margir þess á sínum tíma að Grikklandi yrði vikið úr evrusamstarfinu vegna stöðunnar. Hinn 48 ára Tsipras greindi frá ákvörðun sinni í sjónvarpsávarpi í morgun. Hann sagði tíma til kominn að „hefja nýja hringrás“ og að þetta tap í kosningunum yrði að verða nýtt upphaf þeirrar hringrásar. Sagði hann ennfremur að boðað yrði til formannskosninga í Syriza þar sem hann yrði sjálfur ekki í framboði. Syriza hlaut um átján prósent atkvæða í þingkosningum um liðna helgi þar sem hægriflokkurinn Nýtt lýðræði tryggði sér meirihluta og mun þannig áfram fara með stjórn landsins. Tsipras og Syriza komst á sínum tíma til valda í landinu vegna loforða um að berjast harkalega gegn hinum ströngu aðhaldsaðgerðum Evrópusambandsins. Fjölmargir háttsettir innan vinstristjórnar Syriza áttu þó eftir að snúa baki við stjórninni og segja af sér vegna þess sem þau sögðu undirlægjuhátt í garð Evrópusambandsins og sér í lagi Þýskalands. Tsipras segist munu starfa áfram sem formaður þar til að nýr hefur verið valinn. Hann er sá sem hefur lengst gegnt formannsembættinu í nítján ára sögu flokksins.
Grikkland Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira