Kante keypti sér heilt fótboltalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júní 2023 12:01 N'Golo Kante með bikarinn eftir sigur Frakka á HM 2018. Getty/Michael Regan N'Golo Kante er einn þeirra leikmanna sem hafa skellt sér suður á boginn til að spila í Sádi-Arabíu. Kante mun ganga til liðs við Al-Ittihad á morgun, 1. júlí, á frjálsri sölu frá Chelsea. Það eru þó ekki einu fréttirnar af þessum hógværa Frakka. Hinn 32 ára gamli Kante er greinilega farinn að huga að lífinu eftir fótboltann því hann er byrjaður að fjárfesta í fótboltanum. N'Golo Kante is now the official owner of Belgian side Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/HZjOoPu6Bv— ESPN FC (@ESPNFC) June 29, 2023 Kante ákvað þannig að kaupa belgíska fótboltafélagið Royal Excelsior Virton. Hann mun taka við stjórn félagsins af stjórnarformanninum Flavio Becca. Það kom ekki fram hvað Kante borgaði fyrir félagið. Félagið er í þriðju deild í Belgíu og staðsett við landamærin við Lúxemborg. Það fylgir sögunni að félagið er skuldlaust en markmiðið með nýjum eiganda er að vinna sig upp í efstu deild. Kante mun eignast félagið á morgun eða sama dag og samningur hans tekur gildi. 1. júlí 2023 er því stór dagur í hans lífi. Kante byrjaði feril sinn í Frakklandi en hann kom til fyrst til Englands þegar Leicester City keypti hann frá Caen. Kante vann ensku úrvalsdeildina bæði með Leicester og Chelsea auk þess að vinna Meistaradeildina, Evrópudeildina og enska bikarinn hjá Chelsea. N'Golo Kante has purchased Belgian third-tier club Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/EYSIr1cKOf— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 29, 2023 Sádiarabíski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Kante mun ganga til liðs við Al-Ittihad á morgun, 1. júlí, á frjálsri sölu frá Chelsea. Það eru þó ekki einu fréttirnar af þessum hógværa Frakka. Hinn 32 ára gamli Kante er greinilega farinn að huga að lífinu eftir fótboltann því hann er byrjaður að fjárfesta í fótboltanum. N'Golo Kante is now the official owner of Belgian side Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/HZjOoPu6Bv— ESPN FC (@ESPNFC) June 29, 2023 Kante ákvað þannig að kaupa belgíska fótboltafélagið Royal Excelsior Virton. Hann mun taka við stjórn félagsins af stjórnarformanninum Flavio Becca. Það kom ekki fram hvað Kante borgaði fyrir félagið. Félagið er í þriðju deild í Belgíu og staðsett við landamærin við Lúxemborg. Það fylgir sögunni að félagið er skuldlaust en markmiðið með nýjum eiganda er að vinna sig upp í efstu deild. Kante mun eignast félagið á morgun eða sama dag og samningur hans tekur gildi. 1. júlí 2023 er því stór dagur í hans lífi. Kante byrjaði feril sinn í Frakklandi en hann kom til fyrst til Englands þegar Leicester City keypti hann frá Caen. Kante vann ensku úrvalsdeildina bæði með Leicester og Chelsea auk þess að vinna Meistaradeildina, Evrópudeildina og enska bikarinn hjá Chelsea. N'Golo Kante has purchased Belgian third-tier club Royal Excelsior Virton pic.twitter.com/EYSIr1cKOf— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 29, 2023
Sádiarabíski boltinn Belgíski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira