Meðal stofnfélaga eru rithöfundar, meistaranemar í ritlist, bókasafnsfræðingar, markþjálfar, forsætisráðherra og áhugafólk um eflingu ástarsögunnar. Félagið stefnir að útgáfu tvisvar til fjórum sinnum á ári.
Í tilkynningu frá félaginu segir að stofnfélögum sé mikið í mun að hlúa að ástarsögunni og að henni verði skipaður sá sess sem hún á skilið í íslensku bókmenntalífi. Félagið vill koma til móts við þá fjölmörgu lesendur sem þrá að lesa meira um það magnaða fyrirbæri sem ástin er.

Í nýkjörinni stjórn Ástarsögufélagsins sitja: Brynja Sif Skúladóttir formaður, Þórunn Rakel Gylfadóttir varaformaður, Sölvi Halldórsson gjaldkeri, Berglind Erna Tryggvadóttir ritari, Þórhildur Sveinsdóttir meðstjórnandi og Brynhildur Yrsa Valkyrja varamaður.
Lesendur mega því strax hlakka til að lesa um erótík, pla(n)tónsk sambönd til plantna jafnt sem ástarsorgir og sigra af ýmsum toga.
Stofnfélagar eru í stafrófsröð
Anton Sturla Antonsson
Árni Árnason
Ásdís Káradóttir
Axel Jansson
Berglind Erna Tryggvadóttir
Bergþóra Björnsdóttir
Birna Hjaltadóttir
Birna Stefánsdóttir
Brynhildur Yrsa Valkyrja
Brynja Sif Skúladóttir
Daníel Daníelsson
Elísabet Kristjánsdóttir
Guðrún Friðriks
Halldór Magnússon
Harpa Dís Hákonardóttir
Heiða Vigdís Sigfúsdóttir
Hrönn Blöndal
Jóna Valborg Árnadóttir
Jónína Óskarsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Katrín Theódórsdóttir
Kristín Arngrímsdóttir
Margrét Sigríður Eymundardóttir
María Hrönn Gunnarsdóttir
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir
Ragnhildur Guðmundsdóttir
Rannveig Lydia Benediktsdóttir
Rúnar Helgi Vignisson
Sigrún Björnsdóttir
Sölvi Halldórsson
Stefán Hrafn Stefánsson
Valgerður Ólafsdóttir
Þórhildur Sveinsdóttir
Þórunn Rakel Gylfadóttir
Ösp Eldjárn