Fagna aldarafmæli Djúpósstíflu sem bjargaði byggð í Þykkvabæ Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2023 22:11 Guðjón Ármannsson er frá Vesturholtum í Þykkvabæ. Einar Árnason Þess var minnst með athöfn í Þykkvabæ í Rangárþingi síðdegis að eitthundrað ár eru frá því Djúpósstífla var reist. Stíflan er sögð hafa bjargað byggð í Þykkvabæ. Í fréttum Stöðvar 2 var sent út bent frá Djúpósstíflu og rætt við Þykkbæinginn Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum. Á sama tíma sátu um 190 manns kaffisamsæti í íþróttahúsinu í Þykkvabæ í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar eftir að nýtt söguskilti var afhjúpað við stífluna, við hlið þrjátíu ára gamals minnisvarða. Við Djúpósstíflu síðdegis.Einar Árnason Stíflan er um sex kílómetra ofan við þorpið í Þykkvabæ. Hún reis við ármót Ytri-Rangár og Þverár en þar koma saman báðar Rangárnar, og áður fyrr einnig Markarfljót, meðan það rann í Þverá, þannig að vatnsmagn helstu fljóta Rangárvallasýslu fór um Djúpós. Gerð stíflunnar fyrir tíma vélvæðingar þótti afrek á sínum tíma en milli níutíu og eitthundrað menn reistu stífluna að mestu í höndunum. Hún var 340 metra löng og fimmtán metra breið og var talin eitt mesta mannvirki landsins. Verkið tók fimm vikur, hófst 29. maí árið 1923 og þann 4. júlí var stíflan fullgerð. Söguskiltið um Djúpósstíflu afhjúpað.Einar Árnason „Það var einfaldlega vegna þess að Djúpósstífla bjargaði Þykkvabænum,“ svarar Guðjón Ármannsson spurningu um hversvegna Þykkbæingum þyki svona vænt um stífluna, sem fremur mætti kalla varnargarð. „Það var þannig að árnar hérna flæmdust yfir Þykkvabæinn og Safamýri. Þykkvibærinn var orðinn óbyggilegur. Þykkvibærinn var orðinn eins og eyðisker. Hann var hólmi. Allir búskaparmöguleikar voru farnir og á vettvangi dagblaðanna var rætt um það að það þyrfti að flytja allt fólkið út til Ameríku vegna þess að það var ekki byggilegt hérna lengur. Þannig að hér stöndum við á þessum stað og minnumst þessa atburðar þegar Þykkvabæ var bjargað,“ segir Guðjón. Um 190 mann sóttu kaffisamsæti kvenfélagsins í íþróttahúsinu í Þykkvabæ að lokinni afhjúpun söguskiltisins.KMU Þykkvibær telst í dag höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Sveitin hefði vart náð þeim sessi ef stíflan hefði ekki risið. „Já, það er alveg á hreinu. Vegna þess að eftir að Djúpós var stíflaður þá færðust Þykkbæingar í aukana, fóru í kartöflurækt. Fóru að rækta kartöflur hér á söndunum sem áður voru undir vatni og þeir efldust og Þykkvabæjarkartöflurnar urðu til,“ segir Guðjón. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr Þykkvabæ: Hér má sjá kafla úr þætti um Þykkvabæ sem Stöð 2 sýndi fyrir tveimur árum: Hér má sjá annan kafla úr þættinum: Rangárþing ytra Tímamót Um land allt Kartöflurækt Matvælaframleiðsla Garðyrkja Landbúnaður Tengdar fréttir Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02 Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22 Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sent út bent frá Djúpósstíflu og rætt við Þykkbæinginn Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum. Á sama tíma sátu um 190 manns kaffisamsæti í íþróttahúsinu í Þykkvabæ í umsjón Kvenfélagsins Sigurvonar eftir að nýtt söguskilti var afhjúpað við stífluna, við hlið þrjátíu ára gamals minnisvarða. Við Djúpósstíflu síðdegis.Einar Árnason Stíflan er um sex kílómetra ofan við þorpið í Þykkvabæ. Hún reis við ármót Ytri-Rangár og Þverár en þar koma saman báðar Rangárnar, og áður fyrr einnig Markarfljót, meðan það rann í Þverá, þannig að vatnsmagn helstu fljóta Rangárvallasýslu fór um Djúpós. Gerð stíflunnar fyrir tíma vélvæðingar þótti afrek á sínum tíma en milli níutíu og eitthundrað menn reistu stífluna að mestu í höndunum. Hún var 340 metra löng og fimmtán metra breið og var talin eitt mesta mannvirki landsins. Verkið tók fimm vikur, hófst 29. maí árið 1923 og þann 4. júlí var stíflan fullgerð. Söguskiltið um Djúpósstíflu afhjúpað.Einar Árnason „Það var einfaldlega vegna þess að Djúpósstífla bjargaði Þykkvabænum,“ svarar Guðjón Ármannsson spurningu um hversvegna Þykkbæingum þyki svona vænt um stífluna, sem fremur mætti kalla varnargarð. „Það var þannig að árnar hérna flæmdust yfir Þykkvabæinn og Safamýri. Þykkvibærinn var orðinn óbyggilegur. Þykkvibærinn var orðinn eins og eyðisker. Hann var hólmi. Allir búskaparmöguleikar voru farnir og á vettvangi dagblaðanna var rætt um það að það þyrfti að flytja allt fólkið út til Ameríku vegna þess að það var ekki byggilegt hérna lengur. Þannig að hér stöndum við á þessum stað og minnumst þessa atburðar þegar Þykkvabæ var bjargað,“ segir Guðjón. Um 190 mann sóttu kaffisamsæti kvenfélagsins í íþróttahúsinu í Þykkvabæ að lokinni afhjúpun söguskiltisins.KMU Þykkvibær telst í dag höfuðból kartöflunnar á Íslandi. Sveitin hefði vart náð þeim sessi ef stíflan hefði ekki risið. „Já, það er alveg á hreinu. Vegna þess að eftir að Djúpós var stíflaður þá færðust Þykkbæingar í aukana, fóru í kartöflurækt. Fóru að rækta kartöflur hér á söndunum sem áður voru undir vatni og þeir efldust og Þykkvabæjarkartöflurnar urðu til,“ segir Guðjón. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 úr Þykkvabæ: Hér má sjá kafla úr þætti um Þykkvabæ sem Stöð 2 sýndi fyrir tveimur árum: Hér má sjá annan kafla úr þættinum:
Rangárþing ytra Tímamót Um land allt Kartöflurækt Matvælaframleiðsla Garðyrkja Landbúnaður Tengdar fréttir Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02 Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22 Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Vísan sem þjóðskáldið sendi Þykkvbæingum Vísa sem Matthías Jochumsson orti um Þykkvbæinga lýsti þeim sem hrossætum sem svæfu á hundaþúfum. Sagan segir að þjóðskáldið hafi haft óbeit á alræmdu hrossakjötsáti íbúanna í Þykkvabæ en Matthías var prestur í Odda á Rangárvöllum á árunum 1880 til 1886. 28. mars 2021 08:02
Segir léttgeggjað lið sem ræktar kartöflur „Þetta er náttúrlega léttgeggjað lið að standa í þessu. Það er svo ótalmargt sem getur gerst þannig að þetta verði ekki neitt,“ segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ, um kartöfluræktendur, en áætlað er að um sjötíu prósent af þeim kartöflum sem ræktaðar eru á Íslandi komi frá bændum í Þykkvabæ. 25. mars 2021 10:22
Þykkvbæingar alræmdir fyrir að éta annarra manna hross Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, þá prestur í Odda á Rangárvöllum, hafði lítið álit á Þykkvbæingum og kallaði þá hrossætur sem svæfu á hundaþúfum. 21. mars 2021 21:42