„Þessi manneskja má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki drepið einhvern“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júlí 2023 07:00 Rétt eins og grái smábíllinn sem keyrði næstum því á dóttur Berglindar þá fór þessi bíll yfir á rauðu eins og sést á myndinni. Að vísu var ekki komið grænt gönguljós. Vísir/Magnús Jochum Kona í Vesturbænum segir það mikla lukku að ökumaður, sem ók á miklum hraða yfir á rauðu ljósi við gangbraut yfir Hringbraut, hafi ekki keyrt á dóttur hennar. Hún segir Hringbrautina dauðagildru og atvik sem þessi séu alltof algeng. Berglind Jóna Hlynsdóttir, Vesturbæingur, var í gærmorgun á leiðinni með sex ára dóttur sinni yfir Hringbrautina þegar silfurgrár smábíll ók yfir á rauðu ljósi og var næstum búinn að keyra niður dóttur hennar. Hikaði hvergi þegar hann brunaði yfir á rauðu Berglind greindi frá þessari óskemmtilegu upplifun á Facebook-grúppunni Vesturbærinn. Þar lýsti hún atvikinu sem tilraun til manndráps, hún hafi náð fyrstu tveimur stöfunum í bílnúmeri bílsins og hefði tilkynnt atvikið til lögreglu. Atvikið átti sér stað klukkan 8:57 á miðvikudag á gönguljósunum við Grund á Hringbraut. Í færslunni lýsir Berglind því hvernig ökumaðurinn hikaði hvergi og brunaði „á glæfrahraða yfir“ á rauðu ljósi. Gangbrautin séð hinum megin frá. Elliheimilið Grund blasir við.Vísir/Magnús Jochum Þá segir „Önnur hvor okkar væri ekki lifandi hefðum við ekki verið extra varkárar. Gerið betur!“ „Vonandi sér manneskjan þetta, hún getur tilkynnt sjálfa sig og þakkað okkur fyrir að eiga ekki mannslíf á samviskunni. Þið hin sem keyrið svona takið þetta til ykkar líka. Hringbrautin er dauðagildra - það verður að laga hana og gera öruggari fyrir gangandi og hjólandi,“ segir að lokum. Vísir hafði samband við Berglindi til að ræða við hana um þetta leiðinlega atvik. Öruggasta gangbrautin ekki svo örugg Berglind segir fjölskylduna afa varkárar við Hringbrautina enda sé gatan stórhættuleg. Dóttir hennar fái ekki að fara ein þar yfir og þær fari alltaf yfir á sama ljósinu fyrir framan Grund þar sem það sé það öruggasta á Hringbrautinni. „Ég var á leiðinni út í Gróttu með dóttur mína. Við búum hérna rétt hjá þar sem við erum að fara yfir. Við ákváðum að hjóla, höfum gert það í tvo daga. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að hjóla án hjálpardekkja og er sex ára,“ sagði Berglind um aðdragandann að atvikinu. Það var kominn grænn kall þegar dóttir Berglindar lagði af stað.Vísir/Magnús Jochum „Við förum alltaf yfir á þessu ljósi af því þetta er öruggasta ljósið nálægt því þar sem við búum. Það er líka hægt að fara yfir hjá Björnsbakaríi en þar eru bílar líka að beygja og það veldur stundum misskilningi þannig það eru oftar slys þar.“ „Við erum að koma frá Grund og erum á leiðinni yfir. Hún ýtir á takkann og við bíðum. Það kemur rautt á bílana og svo byrjar að bípa á okkur að við megum leggja af stað. Og það er bíll strax stopp á ystu akreininni, næst blokkunum hinum megin,“ segir hún. „Hinn bíllinn er að koma frá hinum ljósunum á rosalegum hraða. Ég er ekki með hraðamæli upp á tíu hvað þetta er hratt en hann er að koma á rosalegum hraða.“ „Ég hugsa hann er ekkert að fara að stoppa en hún er komin á undan mér svo ég byrja bara að öskra á hana. Ég öskra og öskra og sem betur fer er hún ekki á miklum hraða svo hún nær að stoppa áður hún kemur að miðjunni.“ Tók meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu Öskur Berglindar höfðu lítil áhrif á ökumanninn sem tók ekki eftir mægðunum og keyrði bara áfram. Þær hafi hins vegar verið í miklu áfalli það sem eftir lifði dags, sérstaklega dóttir Berglindar. „Ökumaðurinn sá okkur aldrei en hann getur ekki annað en hafa séð að hann væri að fara yfir á rauðu ljósi. Þannig hann er að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu ljósi en heldur líklegast að hver sem var verið að stoppa fyrir sér farinn, það grunar mig.“ Berglind segir Hringbrautina dauðagildru.Vísir/Magnús Jochum Þá hafi dóttir Berglindar verið í miklu áfalli, taldi sig hafa gert eitthvað rangt og baðst ítrekað fyrirgefningar. „Það er það sem er svo sorglegt. Maður er að kenna litlum börnum umferðarreglurnar og maður þarf að kenna þeim að maður getur ekki treyst bílunum. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að maður getur ekki treyst umferðinni og þarf að horfa á bílana hægja á sér.“ Má vera þakklátur að hafa ekki drepið neinn Berglind segir flesta passa sig og vanda í umferðinni en það sé samt alltof algengt að fólk aki glannalega þarna um. Það sé sérstaklega óheppilegt af því það fer mikið af börnum þarna um til að komast í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Landakotsskóla. „Þetta er mjög fjölfarið og það er alveg sama í gangi nær Vesturbæjarskóla, þar eru eins flestir sem beina sínu fólki yfir þessi lokuðu gönguljós en ekki þar sem er önnur umferð að fara um,“ segir Berglind. „Þetta er aðallega bara áfall. Við erum rosa heppin, það gerðist ekki neitt og það slasaðist enginn. En við vorum í áfalli í allan dag yfir þessu,“ segir hún um atvikið. „Ég skrifaði þennan póst af því það er fullt af fólki sem keyrir svona sem hefur kannski ekki drepið einhvern en þessi manneskja má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki drepið einhvern í dag. Það munaði ekki miklu og þetta er ekki eina manneskjan sem er að keyra svona.“ Hringbrautin fyrst í stokk í draumaborg Berglind segir umferðina hafa batnað mikið eftir að hraðinn var lækkaður á henni en það þurfi að gera einhverjar frekari langtímabreytingar. Í hennar draumaborg væri Hringbrautin fyrsta gatan til að fara í stokk. „Þetta er þjóðvegur, þessi gata tilheyrir Vegagerðinni en ekki Reykjavíkurborg. Það var lækkaður hraðinn á henni og það hefur ekki skapast meiri umferð heldur en áður.“ „Ef ég byggi í draumaborg þá myndi ég setja þessa götu fyrst í stokk af því hún er í miðju gömlu hverfi sem þolir ekki svona hraðbraut þarna í gegn.“ „Það er hægt að setja betri umgjörð um þessi gatnamót eins og er verið að gera þarna neðar,“ segir hún og á þar við gatnamótin við Hofsvallagötu. „Það er búið að laga sýnileika og nútímavæða þau gatnamót.“ Hún telur að slíkt mætti gera víðar og eins þyrfti helst að byggja göngubrú yfir Hringbrautina svo fólk væri öruggt þegar það færi yfir Hringbrautina. Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Berglind Jóna Hlynsdóttir, Vesturbæingur, var í gærmorgun á leiðinni með sex ára dóttur sinni yfir Hringbrautina þegar silfurgrár smábíll ók yfir á rauðu ljósi og var næstum búinn að keyra niður dóttur hennar. Hikaði hvergi þegar hann brunaði yfir á rauðu Berglind greindi frá þessari óskemmtilegu upplifun á Facebook-grúppunni Vesturbærinn. Þar lýsti hún atvikinu sem tilraun til manndráps, hún hafi náð fyrstu tveimur stöfunum í bílnúmeri bílsins og hefði tilkynnt atvikið til lögreglu. Atvikið átti sér stað klukkan 8:57 á miðvikudag á gönguljósunum við Grund á Hringbraut. Í færslunni lýsir Berglind því hvernig ökumaðurinn hikaði hvergi og brunaði „á glæfrahraða yfir“ á rauðu ljósi. Gangbrautin séð hinum megin frá. Elliheimilið Grund blasir við.Vísir/Magnús Jochum Þá segir „Önnur hvor okkar væri ekki lifandi hefðum við ekki verið extra varkárar. Gerið betur!“ „Vonandi sér manneskjan þetta, hún getur tilkynnt sjálfa sig og þakkað okkur fyrir að eiga ekki mannslíf á samviskunni. Þið hin sem keyrið svona takið þetta til ykkar líka. Hringbrautin er dauðagildra - það verður að laga hana og gera öruggari fyrir gangandi og hjólandi,“ segir að lokum. Vísir hafði samband við Berglindi til að ræða við hana um þetta leiðinlega atvik. Öruggasta gangbrautin ekki svo örugg Berglind segir fjölskylduna afa varkárar við Hringbrautina enda sé gatan stórhættuleg. Dóttir hennar fái ekki að fara ein þar yfir og þær fari alltaf yfir á sama ljósinu fyrir framan Grund þar sem það sé það öruggasta á Hringbrautinni. „Ég var á leiðinni út í Gróttu með dóttur mína. Við búum hérna rétt hjá þar sem við erum að fara yfir. Við ákváðum að hjóla, höfum gert það í tvo daga. Hún er tiltölulega nýbyrjuð að hjóla án hjálpardekkja og er sex ára,“ sagði Berglind um aðdragandann að atvikinu. Það var kominn grænn kall þegar dóttir Berglindar lagði af stað.Vísir/Magnús Jochum „Við förum alltaf yfir á þessu ljósi af því þetta er öruggasta ljósið nálægt því þar sem við búum. Það er líka hægt að fara yfir hjá Björnsbakaríi en þar eru bílar líka að beygja og það veldur stundum misskilningi þannig það eru oftar slys þar.“ „Við erum að koma frá Grund og erum á leiðinni yfir. Hún ýtir á takkann og við bíðum. Það kemur rautt á bílana og svo byrjar að bípa á okkur að við megum leggja af stað. Og það er bíll strax stopp á ystu akreininni, næst blokkunum hinum megin,“ segir hún. „Hinn bíllinn er að koma frá hinum ljósunum á rosalegum hraða. Ég er ekki með hraðamæli upp á tíu hvað þetta er hratt en hann er að koma á rosalegum hraða.“ „Ég hugsa hann er ekkert að fara að stoppa en hún er komin á undan mér svo ég byrja bara að öskra á hana. Ég öskra og öskra og sem betur fer er hún ekki á miklum hraða svo hún nær að stoppa áður hún kemur að miðjunni.“ Tók meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu Öskur Berglindar höfðu lítil áhrif á ökumanninn sem tók ekki eftir mægðunum og keyrði bara áfram. Þær hafi hins vegar verið í miklu áfalli það sem eftir lifði dags, sérstaklega dóttir Berglindar. „Ökumaðurinn sá okkur aldrei en hann getur ekki annað en hafa séð að hann væri að fara yfir á rauðu ljósi. Þannig hann er að taka mjög meðvitaða ákvörðun um að fara yfir á rauðu ljósi en heldur líklegast að hver sem var verið að stoppa fyrir sér farinn, það grunar mig.“ Berglind segir Hringbrautina dauðagildru.Vísir/Magnús Jochum Þá hafi dóttir Berglindar verið í miklu áfalli, taldi sig hafa gert eitthvað rangt og baðst ítrekað fyrirgefningar. „Það er það sem er svo sorglegt. Maður er að kenna litlum börnum umferðarreglurnar og maður þarf að kenna þeim að maður getur ekki treyst bílunum. Ég þurfti að útskýra fyrir henni að maður getur ekki treyst umferðinni og þarf að horfa á bílana hægja á sér.“ Má vera þakklátur að hafa ekki drepið neinn Berglind segir flesta passa sig og vanda í umferðinni en það sé samt alltof algengt að fólk aki glannalega þarna um. Það sé sérstaklega óheppilegt af því það fer mikið af börnum þarna um til að komast í Melaskóla, Vesturbæjarskóla og Landakotsskóla. „Þetta er mjög fjölfarið og það er alveg sama í gangi nær Vesturbæjarskóla, þar eru eins flestir sem beina sínu fólki yfir þessi lokuðu gönguljós en ekki þar sem er önnur umferð að fara um,“ segir Berglind. „Þetta er aðallega bara áfall. Við erum rosa heppin, það gerðist ekki neitt og það slasaðist enginn. En við vorum í áfalli í allan dag yfir þessu,“ segir hún um atvikið. „Ég skrifaði þennan póst af því það er fullt af fólki sem keyrir svona sem hefur kannski ekki drepið einhvern en þessi manneskja má vera mjög þakklát fyrir að hafa ekki drepið einhvern í dag. Það munaði ekki miklu og þetta er ekki eina manneskjan sem er að keyra svona.“ Hringbrautin fyrst í stokk í draumaborg Berglind segir umferðina hafa batnað mikið eftir að hraðinn var lækkaður á henni en það þurfi að gera einhverjar frekari langtímabreytingar. Í hennar draumaborg væri Hringbrautin fyrsta gatan til að fara í stokk. „Þetta er þjóðvegur, þessi gata tilheyrir Vegagerðinni en ekki Reykjavíkurborg. Það var lækkaður hraðinn á henni og það hefur ekki skapast meiri umferð heldur en áður.“ „Ef ég byggi í draumaborg þá myndi ég setja þessa götu fyrst í stokk af því hún er í miðju gömlu hverfi sem þolir ekki svona hraðbraut þarna í gegn.“ „Það er hægt að setja betri umgjörð um þessi gatnamót eins og er verið að gera þarna neðar,“ segir hún og á þar við gatnamótin við Hofsvallagötu. „Það er búið að laga sýnileika og nútímavæða þau gatnamót.“ Hún telur að slíkt mætti gera víðar og eins þyrfti helst að byggja göngubrú yfir Hringbrautina svo fólk væri öruggt þegar það færi yfir Hringbrautina.
Umferð Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira