Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2023 13:18 Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja: Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. Grein Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í gær vakti töluverða athygli. Í greininni segir hann ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að fresta hvalveiðum beina ögrun við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Sagði hann flokk sinn eiga litla samleið með matvælaráðherra sem hafi gengið fram með þessum hætti. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir augljóst að veruleg misklíð sé komin upp í ríkisstjórninni. „Óli Björn er þarna að lýsa því hvaða afleiðingar svona ákvarðanir, án samráðs við stjórnarflokkana, geti haft fyrir ríkisstjórnina. Hann er kannski ekki að boða slit stjórnarinnar en hann er að sýna fram á, með ansi afgerandi hætti, að það þurfi kannski ekki mikið meira til. Þessi ríkisstjórn er orðin verulega völt í sessi en það er alls óvíst hvort hún falli fyrir næstu kosningar.“ Ótti við kosningar Rúm tvö ár eru í næstu kosningar. Samkvæmt könnun Maskínu í júní fengi Samfylkingin rúmlega 27 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18,5 prósent, Vinstri græn 7,0 prósent og framsókn 8,8 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei verið minni en einungis átján prósent segjast styðja ríkisstjórnina. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar túlkar nýjustu vendingar innan ríkisstjórnar þannig að stjórnin hangi nú saman á „sameiginlegum ótta við að mæta fólkinu í landinu í kosningum.“ „Þetta er það sem stjórnarflokkarnir eiga helst sameiginlegt um þessar mundir – og fyrir vikið getur ríkisstjórnin hvorki lifað né dáið. Þetta er komið gott,“ skrifar Jóhann á Facebook. Jóhann Páll Jóhannsson er þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Varðandi þessi orð segir Eiríkur: „Það liggur fyrir að fylgið er langt undir því sem forystumenn þessara flokka geta sætt sig við og það gerir það auðvitað að einhverju leyti hikandi við að blása til kosningar við þessar aðstæður.“ Hver í sínu horni Fyrr á árinu setti Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra reglugerð sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur. Var það gert án samráðs við ríkisstjórn og komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla Jóns á málinu hafi ekki samræmst kröfum um góða stjórnsýsluhætti. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum vekur því spurningar um hvort ráðherrarnir séu nú farnir að vinna að sínum málum, hver í sínu horni. Eiríkur Bergmann.Vísir/Vilhelm Eiríkur segir ljóst að æ fleiri mál hafi komið fram sem flokkarnir nái ekki saman um. „Ríkisstjórnin hefur að mestu náð saman um ákveðna kyrrstöðu, stöðugleika og fleira. Eftir því sem tíminn líður koma fleiri og fleiri mál sem þarf að bregðast við sem flokkarnir ná ekki saman um. Viðbrögðin hafa í síauknum mæli verið að ráðherrarnir fara fram, hver á sínu sviði og án samráðs við samstarfsflokkana, einfaldlega vegna þess að þeir ná ekki saman um þau mál sem þeir vilja ná í gegn,“ segir Eiríkur og heldur áfram: „Við horfum upp á ríkisstjórn þar sem flokkarnir ráða hver sínum hluta ríkisins. Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Hvalveiðar Rafbyssur Tengdar fréttir „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi. 27. júní 2023 12:20 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Óbærilegur léttleiki stjórnarsamstarfsins í uppnámi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum. 22. júní 2023 14:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Grein Óla Björns Kárasonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðinu í gær vakti töluverða athygli. Í greininni segir hann ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur um að fresta hvalveiðum beina ögrun við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Sagði hann flokk sinn eiga litla samleið með matvælaráðherra sem hafi gengið fram með þessum hætti. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir augljóst að veruleg misklíð sé komin upp í ríkisstjórninni. „Óli Björn er þarna að lýsa því hvaða afleiðingar svona ákvarðanir, án samráðs við stjórnarflokkana, geti haft fyrir ríkisstjórnina. Hann er kannski ekki að boða slit stjórnarinnar en hann er að sýna fram á, með ansi afgerandi hætti, að það þurfi kannski ekki mikið meira til. Þessi ríkisstjórn er orðin verulega völt í sessi en það er alls óvíst hvort hún falli fyrir næstu kosningar.“ Ótti við kosningar Rúm tvö ár eru í næstu kosningar. Samkvæmt könnun Maskínu í júní fengi Samfylkingin rúmlega 27 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18,5 prósent, Vinstri græn 7,0 prósent og framsókn 8,8 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur aldrei verið minni en einungis átján prósent segjast styðja ríkisstjórnina. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar túlkar nýjustu vendingar innan ríkisstjórnar þannig að stjórnin hangi nú saman á „sameiginlegum ótta við að mæta fólkinu í landinu í kosningum.“ „Þetta er það sem stjórnarflokkarnir eiga helst sameiginlegt um þessar mundir – og fyrir vikið getur ríkisstjórnin hvorki lifað né dáið. Þetta er komið gott,“ skrifar Jóhann á Facebook. Jóhann Páll Jóhannsson er þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Varðandi þessi orð segir Eiríkur: „Það liggur fyrir að fylgið er langt undir því sem forystumenn þessara flokka geta sætt sig við og það gerir það auðvitað að einhverju leyti hikandi við að blása til kosningar við þessar aðstæður.“ Hver í sínu horni Fyrr á árinu setti Jón Gunnarsson þáverandi dómsmálaráðherra reglugerð sem heimilar lögreglumönnum að nota rafbyssur. Var það gert án samráðs við ríkisstjórn og komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að afgreiðsla Jóns á málinu hafi ekki samræmst kröfum um góða stjórnsýsluhætti. Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum vekur því spurningar um hvort ráðherrarnir séu nú farnir að vinna að sínum málum, hver í sínu horni. Eiríkur Bergmann.Vísir/Vilhelm Eiríkur segir ljóst að æ fleiri mál hafi komið fram sem flokkarnir nái ekki saman um. „Ríkisstjórnin hefur að mestu náð saman um ákveðna kyrrstöðu, stöðugleika og fleira. Eftir því sem tíminn líður koma fleiri og fleiri mál sem þarf að bregðast við sem flokkarnir ná ekki saman um. Viðbrögðin hafa í síauknum mæli verið að ráðherrarnir fara fram, hver á sínu sviði og án samráðs við samstarfsflokkana, einfaldlega vegna þess að þeir ná ekki saman um þau mál sem þeir vilja ná í gegn,“ segir Eiríkur og heldur áfram: „Við horfum upp á ríkisstjórn þar sem flokkarnir ráða hver sínum hluta ríkisins. Það er eins og það séu þrjár ríkisstjórnir að störfum í landinu, hver á sínu málefnasviði og flokkarnir eigi sífellt erfiðara með að ná sameiginlegri niðurstöðu.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Hvalveiðar Rafbyssur Tengdar fréttir „Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15 Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi. 27. júní 2023 12:20 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Óbærilegur léttleiki stjórnarsamstarfsins í uppnámi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum. 22. júní 2023 14:36 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Mér finnst þetta ekki gott innlegg í stjórnarsamstarfið“ Ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þess efnis að banna hvalveiðar tímabundið leggst afar illa í þá Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins og Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins svo vægt sé til orða tekið. 27. júní 2023 12:15
Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af hvalveiðimálum Framtíð stjórnarsamstarfsins gæti ráðist af því hvernig hvalveiðimálum framvindur innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra bakkar upp ákvörðun matvælaráðherra um tímabundið veiðibann. Fjármálaráðherra og innviðaráðherra segja að málið hins vegar snúast um framtíð hvalveiða almennt og það hefði því átt að koma fyrir Alþingi. 27. júní 2023 12:20
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Óbærilegur léttleiki stjórnarsamstarfsins í uppnámi Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum. 22. júní 2023 14:36