Reykjavíkurborg greinir frá fréttunum á Facebook-síðu sinni.
Geirfuglinn er úr áli og er eftirlíking hins útdauða geirfugls. Verkið stendur á skeri á Skerjafirðinum og var upphaflega komið þar fyrir sem hluta af afmælissýningunni Strandlengjan sem Myndhöggvarafélag Reykjavíkur stóð fyrir árið 1998.

Á vefsíðu Listasafns Reykjavíkur segir að verkið sé staðsett á hnullungi í fjöru fyrir neðan Skeljatanga í Skerjafirði og vísi til Eldeyjar, þar sem síðustu tveir geirfuglarnir á Íslandi eru taldir hafa verið drepnir árið 1844. Íslendingar drápu parið fyrir erlendan safnara sem bauð háar upphæðir.
Reykjavíkurborg festi kaup á verkinu árið 2000 og var því þá komið fyrir á ný á sama stað.