Man United íhugar að lána Greenwood til Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2023 23:31 Það virðist sem Greenwood eigi framtíð í boltanum eftir allt saman. Laurence Griffiths/Getty Images Það virðist sem enska knattspyrnufélagið Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atalanta um að lána Mason Greenwood þangað út komandi tímabil. Sá hefur ekki spilað fyrir Man United síðan þann 22. janúar á síðasta ári vegna gruns um líkamlegt sem og kynferðisofbeldi. Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Samkvæmt staðarmiðlinum Manchester Evening News hefur John Murtough, yfirmaður knattspyrnumála hjá Man United, fundað með Atalanta en enska félagið hefur gríðarlegan áhuga á að fá danska framherjann Rasmus Höjlund í sínar raðir frá Atalanta. Svo virðist sem ítalska félagið sé viljugra að láta Danann af hendi ef það fær Greenwood á láni. United have discussed loaning Mason Greenwood to Atalanta, who are interested #mufc https://t.co/xRQMXDQvip— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) July 7, 2023 Samkvæmt frétt miðilsins vill Erik ten Hag, þjálfari Man United, ekki selja Greenwood sem stendur en samningur hans við félagið rennur út sumarið 2025. Þá getur félagið framlengt samning um ár til viðbótar. Eins og áður sagði hefur Greenwood ekki spilað síðan í ársbyrjun 2022 þegar kærasta hans birti myndir af áverkum sem hún sagði leikmanninn hafa veitt sér. Þá birti hún hljóðbrot þar sem heyra mátti Greenwood þvinga hana til samræðis. Hann var í kjölfarið kærður fyrir líkamsárás sem og tilraun til nauðgunar. Málið var látið niður falla eftir að lykilvitni drógu vitnisburð sinn til baka og vildu ekki bera vitni. Greenwood er því frjáls allra ferða sinna og nýverið hefur hann sést undir handleiðslu einkaþjálfara. Hefur Juventus verið orðað við leikmanninn en nú virðist sem hann sé á leið til Atalanta.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30 Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af Greenwood áður en hann var handtekinn Lögreglan hafði afskipti af Mason Greenwood, framherja Manchester United, áður en hann var handtekinn og sakaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og stjórnandi hegðun. Allt gegn sömu konunni. 27. mars 2023 23:30
Hafa áhuga á að fá Greenwood til liðs við sig Ítalska stórveldið Juventus hefur áhuga á því að fá Mason Greenwood, sóknarmann Manchester United, til liðs við sig. 7. maí 2023 11:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti