Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Eiður Þór Árnason skrifar 10. júlí 2023 07:00 Bannað er fara út í sjóinn við Reynisfjöru en erfitt er að framfylgja reglunni. Aðsend Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels