Þóttist vera starfsmaður ákæruvaldins og heimtaði gögn um eiginkonuna Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 12:12 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið fundinn sekur um margvísleg brot gegn eiginkonu sinni og barni, meðal annars með því að falsa pappíra og þykjast vera starfsmaður ákæruvaldsins til þess fá heilbrigðisgögn um eiginkonuna. Maðurinn var hins vegar sýknaður af refsikröfu vegna geðrænna vandamála sem hann glímir við. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa margoft brotið gegn nálgunarbanni sem hann sætti gagnvart eiginkonu sinni og barni og var fundinn sekur í hluta tilvika. Hann var einnig fundinn sekur um umsáturseinelti gagnvart konunni en ekki ákæru um brot í nánu sambandi. Framvísaði fölsuðum gögnum á heilsugæslu Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og skjalafals með því að hafa falsað umboð í nafni embættis ríkissaksóknara, um heimild til aðafla læknisfræðilegra gagna vegna konunnar og framvísað hinu falsaða umboði í blekkingarskyni við starfsmenn Heilsuverndar. Með framangreindri háttsemi hafi hann tekið sér opinbert vald sem handhafi ákæruvalds hjá embætti ríkissaksóknara, sem hann ekki hafði, og notað hið heimatilbúna umboð til að koma því til leiðar á fölskum forsendum að hann fengi afhent læknisfræðileg gögn konunnar. Starfsmenn heilsugæslunnar afhentu manninum ekki gögnin heldur hringdu til lögreglu vegna gruns um skjölin væru fölsuð. Maðurinn var enn á heilsugæslunni þegar lögregluþjóna bar að garði. Hann framvísaði lögreglu þá fölsuðu pappírana og í vitnisburði annars lögregluþjónsins kemur fram að hann hafi verið æstur og virst trúa því sem hann hélt fram. Talið var sannað að maðurinn hefði gerst sekur um háttsemina en honum var ekki refsað. Verður vistaður á viðeigandi stofnun Sem áður segir var maðurinn fundinn sekur um fjölda hegningarlagabrota en sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um fangelsisrefsingu. Í dóminum segir að það hafi verið mat geðlæknis að refsing myndi ekki gera manninum neitt gagn enda glími hann við margvísleg geðræn vandamál. Geðlæknirinn mat það þó svo að hann væri líklegur til þess að halda háttsemi sinni áfram og því þjónaði það almannahagsmunum að hann gengi ekki laus. Hann var því dæmdur til vistunar á viðeigandi stofnun og til þess að sækja meðferð vegna geðsjúkdóma. Þá var hann einnig dæmdur til að þola upptöku þriggja lögreglukylfa, einkennisbúnins lögreglu, tuttugu riffilskota og lögregluskírteinum. Allur sakarkostnaður, um sjö milljónir króna, greiðist úr ríkissjóði. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Sjá meira