„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2023 11:00 Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, kveðst hafa viljað mæta Gylfa Þór að Hlíðarenda í kvöld. Samsett/Vísir Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins. Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira