Mælir með laginu fyrir alla sem eru yfir meðallagi „horny“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. júlí 2023 17:00 Guðjón Smári var að senda frá sér lagið Dansandi í myrkri. Þóra Ólafs Tónlistarmaðurinn og fyrrum Idol keppandinn Guðjón Smári var að senda frá sér sitt fyrsta lag, Dansandi í myrkri, og var lagið kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM fyrr í dag. Hér má heyra lagið: Skemmtistaðarsleikur „Lagið Dansandi í myrkri er samið og pródúserað af Hreini Bergs sem er betur þekktur sem Gúí. Lagið er mjög svona „horny at the club“ og erum við gríðarlega stoltir af afrakstrinum,“ segir Guðjón Smári og bætir við: „Lagið er um augnablikið þegar maður er á klúbbnum með þessari einu stelpu sem maður vill og manni er alveg sama hvort fólk sé að horfa eða ekki. Hver hefur ekki verið á djamminu með einhverri skvísu og dottið í einn skemmtistaðarsleik í einhverju mökki? Það eru fleiri lög á leiðinni og eru þau öll voðalega horny og skemmtileg. Ég mæli með þessum lögum fyrir alla þá sem eru yfir meðallagi horny.“ Guðjón stefnir á að gefa út plötu. Þóra Ólafs Setti fyrst inn vitlaust lag Guðjóni varð örlítið á þegar hann var að setja lagið inn á streymisveituna Spotify og áttaði sig blessunarlega á því stuttu síðar. „Þegar ég sendi inn lagið þá fattaði ég ekki að ég var að senda inn demo-ið sem Gúi sendi mér þegar hann var að bjóða mér að taka þátt í verkefninu. Ég var í London að fagna útgáfunni þegar mér var bent á það að vitlaust lag væri í kerfinu og djöfull fékk ég mikið kvíðakast. Sem betur fer hafði ég samband við útgáfuna og rétta lagið mætti og skein sínu skærasta á sunnudeginum. Annar síngúll kemur innan skamms og mögulega plata.“ Idolið frábært upphaf Guðjón Smári vakti athygli sem þátttakandi í Idolinu í vetur og segist hann búa vel að reynslunni. „Ég mæli gríðarlega mikið með að taka þátt í Idolinu. Sjálfur var ég alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að koma mér á framfæri og Idolið var svarið hjá mér. Það þýðir heldur ekki það að fólk þurfi endilega að vinna, fólk þarf ekki einu sinni að komast í live showið því fullt af góðum vinum mínum sem ég kynntist í Idolinu eru að gera frábæra hluti og það hjálpaði þeim að hafa verið sýnilegur í Idolinu, það hjálpar fólki að tengja andlit við nafn. Þetta er líka frábær vettvangur til að kynnast skemmtilegu fólki sem hefur áhuga á tónlist. Reynslan mín við að taka þátt í Idolinu var bæði svo gríðarlega skemmtileg og lærdómsrík. Ég fékk góða leiðsögn frá framleiðendunum sem halda svo sjúklega vel um alla keppendurnar og svo fáum við líka alls kyns þjálfun. Það er raddþjálfari á staðnum sem kennir manni að beita röddinni, sviðstjóri sem hjálpar manni að hanna atriðin og svo skemmir ekki að hafa heimsklassa hljómsveit sem stækka atriðin gríðarlega.“ Guðjón Smári tók þátt í Idolinu í vetur og átti marga eftirminnilega flutninga.Stöð 2 Vináttan ómetanleg Hann segir sérstaklega standa upp úr hvað hann kynntist mikið af góðu fólki. „Mér þykir gríðarlega vænt um Idolið og allt glæsilega fólkið sem ég kynntist. Við sem komumst í topp átta erum eins og lítil fjölskylda, heyrum reglulega í hvoru öðru og er þetta vinátta sem ég er gríðarlega þakklátur fyrir,“ segir Guðjón að lokum. Emmsjé Gauti og Þjóðhátíðarlagið á toppnum Efstu þrjú lög Íslenska listans á FM eiga það öll sameiginlegt að vera íslenskt í þessari viku. Emmsjé Gauti situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu og strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir með lagið Rúlletta. Þá situr Diljá í þriðja sætinu með lagið Crazy. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM 957 á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Tengdar fréttir „Kolbrún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“ „Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 8. júlí 2023 17:02 Fer óhrædd inn í framtíðina „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag. 1. júlí 2023 17:00 Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má heyra lagið: Skemmtistaðarsleikur „Lagið Dansandi í myrkri er samið og pródúserað af Hreini Bergs sem er betur þekktur sem Gúí. Lagið er mjög svona „horny at the club“ og erum við gríðarlega stoltir af afrakstrinum,“ segir Guðjón Smári og bætir við: „Lagið er um augnablikið þegar maður er á klúbbnum með þessari einu stelpu sem maður vill og manni er alveg sama hvort fólk sé að horfa eða ekki. Hver hefur ekki verið á djamminu með einhverri skvísu og dottið í einn skemmtistaðarsleik í einhverju mökki? Það eru fleiri lög á leiðinni og eru þau öll voðalega horny og skemmtileg. Ég mæli með þessum lögum fyrir alla þá sem eru yfir meðallagi horny.“ Guðjón stefnir á að gefa út plötu. Þóra Ólafs Setti fyrst inn vitlaust lag Guðjóni varð örlítið á þegar hann var að setja lagið inn á streymisveituna Spotify og áttaði sig blessunarlega á því stuttu síðar. „Þegar ég sendi inn lagið þá fattaði ég ekki að ég var að senda inn demo-ið sem Gúi sendi mér þegar hann var að bjóða mér að taka þátt í verkefninu. Ég var í London að fagna útgáfunni þegar mér var bent á það að vitlaust lag væri í kerfinu og djöfull fékk ég mikið kvíðakast. Sem betur fer hafði ég samband við útgáfuna og rétta lagið mætti og skein sínu skærasta á sunnudeginum. Annar síngúll kemur innan skamms og mögulega plata.“ Idolið frábært upphaf Guðjón Smári vakti athygli sem þátttakandi í Idolinu í vetur og segist hann búa vel að reynslunni. „Ég mæli gríðarlega mikið með að taka þátt í Idolinu. Sjálfur var ég alltaf að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að koma mér á framfæri og Idolið var svarið hjá mér. Það þýðir heldur ekki það að fólk þurfi endilega að vinna, fólk þarf ekki einu sinni að komast í live showið því fullt af góðum vinum mínum sem ég kynntist í Idolinu eru að gera frábæra hluti og það hjálpaði þeim að hafa verið sýnilegur í Idolinu, það hjálpar fólki að tengja andlit við nafn. Þetta er líka frábær vettvangur til að kynnast skemmtilegu fólki sem hefur áhuga á tónlist. Reynslan mín við að taka þátt í Idolinu var bæði svo gríðarlega skemmtileg og lærdómsrík. Ég fékk góða leiðsögn frá framleiðendunum sem halda svo sjúklega vel um alla keppendurnar og svo fáum við líka alls kyns þjálfun. Það er raddþjálfari á staðnum sem kennir manni að beita röddinni, sviðstjóri sem hjálpar manni að hanna atriðin og svo skemmir ekki að hafa heimsklassa hljómsveit sem stækka atriðin gríðarlega.“ Guðjón Smári tók þátt í Idolinu í vetur og átti marga eftirminnilega flutninga.Stöð 2 Vináttan ómetanleg Hann segir sérstaklega standa upp úr hvað hann kynntist mikið af góðu fólki. „Mér þykir gríðarlega vænt um Idolið og allt glæsilega fólkið sem ég kynntist. Við sem komumst í topp átta erum eins og lítil fjölskylda, heyrum reglulega í hvoru öðru og er þetta vinátta sem ég er gríðarlega þakklátur fyrir,“ segir Guðjón að lokum. Emmsjé Gauti og Þjóðhátíðarlagið á toppnum Efstu þrjú lög Íslenska listans á FM eiga það öll sameiginlegt að vera íslenskt í þessari viku. Emmsjé Gauti situr staðfastur á toppi Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu og strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir með lagið Rúlletta. Þá situr Diljá í þriðja sætinu með lagið Crazy. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á FM 957 á milli klukkan 14:00 og 16:00. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Tengdar fréttir „Kolbrún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“ „Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 8. júlí 2023 17:02 Fer óhrædd inn í framtíðina „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag. 1. júlí 2023 17:00 Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00 Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01 Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Kolbrún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“ „Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. 8. júlí 2023 17:02
Fer óhrædd inn í framtíðina „Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag. 1. júlí 2023 17:00
Lætur ekkert stoppa sig núna „Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 3. júní 2023 17:00
Finnska Eurovision stjarnan stefnir á toppinn Finnska Eurovision stjarnan Käärijä situr í öðru sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Cha Cha Cha. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna og stefnir ótrauður á toppinn. 27. maí 2023 17:01
Lærði söng hjá Frikka Dór og á nú hittara með honum Rapparinn Daniil situr í fjórða sæti Íslenska listans á FM með nýtt lag sem ber heitið Aleinn. Með honum á laginu er enginn annar en Friðrik Dór en Daniil var einungis níu ára gamall þegar hann kynntist Frikka, í gegnum söngtíma. 22. apríl 2023 17:00