Mótherjar Víkinga í kvöld keyptu leikmann á dögunum á 236 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2023 14:15 Arnar Gunnlaugsson á einni af síðustu æfingum Víkingsliðsins áður en liðið flaug út til Lettlands. @vikingurfc Bikarmeistarar Víkinga sækja lettneska liðið Riga heim í kvöld í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023 Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira
Riga liðið er öflugt lið og ef marka má eyðsluna í leikmenn að undanförnu þá virðist félagið vera á allt öðrum stað fjárhagslega en liðin á Íslandi. Leikur Riga og Víkings hefst klukkan 17.00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. MD-1 æfing á Skonto Stadium í Riga pic.twitter.com/RjKBOROPI4— Víkingur (@vikingurfc) July 12, 2023 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings, sagði frá mótherjunum í viðtali á samfélagsmiðlum Víkings. „Mér líst mjög vel á þessa viðureign. Við erum búnir að vera að skoða þá mikið. Þetta virkar mjög sterkt lið með dýra leikmenn. Til að gefa mönnum smá hugmynd þá voru þeir að kaupa miðjumann á 1,6 milljón evra, ekki lírur eða íslenskar krónur," sagði Arnar. Riga keypti króatíska miðjumanninn Hrvoje Babec frá HNK Gorica í Króatíu fyrir 1,6 milljón evra á dögunum en hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Það gera um 236 milljónir í íslenskum krónum. „Það er fyrir eina stöðu. Það er oft þegar þú spilar á móti liði, sem fáir hafa heyrt um, þá heldur fólk að íslensku liðin munu valta yfir þessi lið. Ég vildi óska þess að svo væri en heimurinn er bara ekki svoleiðis. Við þurfum að eiga held ég okkar besta leik ever til að slá þetta lið út," sagði Arnar. Riga lét sér ekki nægja að eyða 236 milljónum króna í Hrvoje Babec því liðið keypti líka Perúmanninn Gustavo Dulanto fyrir eina milljón evra og landa hans Luis Iberico fyirr 900 þúsund evrur. Riga er því búið að eyða 3,5 milljónum evra í þrjá leikmenn fyrir komandi tímabil en það gera um 516 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Arnar. Strákarnir okkar æfðu í morgun fyrir brottför til Riga.Við kíktum á æfingu og heyrðum aðeins í Arnari um leikinn gegn Riga FC á fimmtudaginn. pic.twitter.com/epT4YtKvTx— Víkingur (@vikingurfc) July 11, 2023
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fleiri fréttir Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Sjá meira