Æstir foreldrar með frammíköll fá bleika spjaldið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2023 12:12 Skipuleggjandi segir von á mikilli stemningu um helgina. Myndin er frá árinu 2019. vísir/vilhelm Tæplega þrjú þúsund stelpur keppa á Símamótinu sem hefst í kvöld og fer fram um helgina. Áhersla verður lögð á framkomu foreldra á mótinu og verður þeim foreldrum sem sýna vanvirðingu á hliðarlínunni veitt áminning með svokölluðu bleiku spjaldi. Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“ Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Mótið verður sett í 39 sinn í kvöld og fer fram á Kópavogsvelli um helgina þar sem tæplega þrjú þúsund stelpur eru skráðar til leiks. Jóhann Þór Jónsson, formaður barna- og unglingaráðs Breiðabliks segir gesti eiga von á mikilli stemningu og skemmtun. „Heitir þetta ekki bara að skammast sín? Ákveðin nýjung verður á mótinu í ár en skipuleggjendur ætla að leggja áherslu á framkomu aðstandenda á hliðarlínunni með svokölluðu bleiku spjaldi. „Það skiptir ofboðslega miklu máli að foreldrar sýni þessum krökkum sem eru að taka sín fyrstu skref virðingu og stuðning og séu ekki með nein frammíköll eða leiðindi. Þess vegna höfum við farið þá leið í ár að finna upp það sem kallast bleika spjaldið. Þannig ef einhver missir sig á hliðarlínunni þá er dómarinn með tæki og tól til að beita viðkomandi bleika spjaldinu og á því eru ákveðnar áminningar og skilaboð um það hvernig við viljum að fólk að hegði sér. Við vonum að við þurfum ekki að veita nein bleik spjöld í ár en þetta er áherslupunkturinn í ár sem við leggjum upp með.“ Eru einhver viðurlög, eru æstir foreldrar reknir burt? „Nei, heitir þetta ekki bara að skammast sín?“ Ætla að slá áhorfendamet Setningarathöfn hefst sem fyrr segir í kvöld og mun skólahljómsveit Kópavogs mun leiða skrúðgöngu inn á Kópavogsvöll. „Og í stúkunni hjá okkur í ár verða allar landsliðsstelpurnar sem er frábært. Þær ætla að gefa sér tíma frá æfingu til að koma til okkar og hvetja ungu iðkendurna til dáða. Á morgun er einmitt landsleikur Íslands og Finnlands á Laugardalsvelli. Síminn, KSÍ og Breiðablik hafa ákveðið að bjóða öllum iðkendum á Símamótinu á landsleikinn og við ætlum að slá áhorfendamet, ef opinbert áhorfendamet verður ekki slegið þá allavegana áhorfendamet sextán ára og yngri.“
Íþróttir barna Fótbolti Börn og uppeldi Kópavogur Breiðablik Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira