„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 16:31 Guðbjörg Pálsdóttir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Sigurjón Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. „Það er í raun og veru algjörlega fyrir neðan allar hellur að þetta skildi þó ná þetta langt yfir höfuð. Þannig að ég er náttúrulega mjög hissa og hugsi yfir því að ríkisvaldið ætli að áfrýja þessu máli. Það er búið að kveða upp dóm þar sem var réttilega komist að þessari niðurstöðu,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við Vísi. Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, var sýknuð af ákæru um manndráp á geðdeild Landspítalans en greint var frá því í dag að ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, í samtali við Vísi en ekki hefur náðst í Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í dag. Kallar eftir lagabreytingum Guðbjörg segir að FÍH hafi ítrekað kallað eftir því að hegningarlögum og lögum um heilbrigðisstarfsfólk verði breytt til þess að koma í veg fyrir mál eins og það sem ákæruvaldið höfðaði á hendur Steinu. Alvarleg mistök og afleiðingar þeirra séu í langflestum tilvikum afleiðing raðar kerfismistaka. Nú þegar sé búið að breyta lögum í nágrannalöndum okkar og að vinna sé reyndar hafin við endurskoðun laga hér á landi. „En ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru hérna. Og halda það að þetta hjálpi til við að halda heilbrigðisstarfsfólki í starfi, ég bara skil það ekki. Það er búið að dæma í þessu máli, það kom mjög skýrt fram hver niðurstaðan er og þar við situr.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málin Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. 21. júní 2023 13:12 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Það er í raun og veru algjörlega fyrir neðan allar hellur að þetta skildi þó ná þetta langt yfir höfuð. Þannig að ég er náttúrulega mjög hissa og hugsi yfir því að ríkisvaldið ætli að áfrýja þessu máli. Það er búið að kveða upp dóm þar sem var réttilega komist að þessari niðurstöðu,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við Vísi. Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, var sýknuð af ákæru um manndráp á geðdeild Landspítalans en greint var frá því í dag að ríkissaksóknari hafi ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. Þetta staðfestir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Steinu, í samtali við Vísi en ekki hefur náðst í Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í dag. Kallar eftir lagabreytingum Guðbjörg segir að FÍH hafi ítrekað kallað eftir því að hegningarlögum og lögum um heilbrigðisstarfsfólk verði breytt til þess að koma í veg fyrir mál eins og það sem ákæruvaldið höfðaði á hendur Steinu. Alvarleg mistök og afleiðingar þeirra séu í langflestum tilvikum afleiðing raðar kerfismistaka. Nú þegar sé búið að breyta lögum í nágrannalöndum okkar og að vinna sé reyndar hafin við endurskoðun laga hér á landi. „En ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru hérna. Og halda það að þetta hjálpi til við að halda heilbrigðisstarfsfólki í starfi, ég bara skil það ekki. Það er búið að dæma í þessu máli, það kom mjög skýrt fram hver niðurstaðan er og þar við situr.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Heilbrigðismál Dómsmál Tengdar fréttir Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málin Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24 Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. 21. júní 2023 13:12 Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 „Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12 Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Segir brýnt að Landspítalinn dragi lærdóm af málin Lögmaður hjúkrunarfræðings sem sýknuð var af ákæru um manndráp í opinberu starfi segir dóminn sem féll í héraðsdómi í dag afdráttarlausan og mikinn sigur. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir niðurstöðuna mikilvæga stéttinni allri. 21. júní 2023 19:24
Talin hafa valdið dauða sjúklings en ásetningurinn ósannaður Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hjúkrunarfræðingur á geðdeild hefði valdið dauða sjúklings með því að hella næringardrykk upp í hann þar til hann kafnaði. Hjúkrunarfræðingurinn var sýknaður þar sem ásetningur hans til manndráps þótti ekki sannaður. 21. júní 2023 13:12
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34
„Þetta er ekki leiðin til að halda heilbrigðisstarfsfólki í vinnu“ Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í dag í máli hjúkrunarfræðings á geðdeild Landspítalans. 21. júní 2023 12:12
Vísað ranglega á sjúkrabíl þegar kona á geðdeild lést Símavörður á Landspítalanum vísaði hjúkrunarfræðingum á geðdeild á að hringja eftir sjúkrabíl í stað þess að kalla út endurlífgunarteymi eins og bar að gera þegar sjúklingur á deildinni lést fyrir tveimur árum. Spítalinn neitar að afhenda niðurstöður innri rannsóknar á andlátinu en hjúkrunarfræðingur af deildinni er ákærður fyrir manndráp vegna þess. 19. júní 2023 07:00