Ísabella keppir í kvöld í handmáluðum þjóðbúning Íris Hauksdóttir skrifar 14. júlí 2023 13:11 Þjóðbúningurinn sem Ísabella klæðist í kvöld er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju og íslensku landslagi. aðsend Ísabella Þorvaldsdóttir keppir í kvöld í Miss Supranational en hún stóð uppi sem sigurvegari sem Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í Póllandi og segist Ísabella gríðarlega spennt fyrir kvöldinu. Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Ísabellu hafði dreymt um að verða fegurðardrottning frá því hún var þriggja ára en sá draumur rættist þegar hún hampaði titilinum Miss Supranational Iceland á síðasta ári. Keppnin fer fram í kvöld og var Ísabella stödd á lokaæfingunni þegar blaðakona náði tali af henni. Ísabella er glæsilegur fulltrúi Íslands.aðsend „Við erum á síðustu æfingunni okkar og ég get ekki beðið eftir kvöldinu. Við erum búnar að æfa saman í þrjár vikur og það er búið að vera yndislegur tími, þökk sé þessum stelpum. Við erum allar orðnar systur og þær verða vinkonur mínar alla mína ævi. Margar þeirra stefna á að koma til Íslands og ég sömuleiðis spennt að heimsækja þær til sinna landa.“ Kjóllinn táknar Ísland Ísabella viðurkennir þó að undirbúningsferlið hafi reynst krefjandi. „Þetta er búið að vera mun meiri keyrsla en ég átti von á. Við vöknum oft fimm á morgnanna og erum ekki komnar heim fyrr en eftir miðnætti. En þetta er ótrúlega skemmtilegt. Uppáhalds minningarnar mínar eru samt þegar við erum allar búnar á æfingum og fáum okkur pizzu saman í náttfötunum. Það er náttúrulega mjög stelpulegt og sætt.“ Kjóllinn sem Ísabella klæðist í kvöld vekur skiljanlega mikla eftirtekt en hann er hannaður af Kirsten Regalado og táknar Ísland. Klippa: Ísabella sýnir Íslands-kjólinn „Kjóllinn er handmálaður með mynd af Hallgrímskirkju framan á og íslenskri náttúru allt í kring. Ég gæti ekki verið ánægðari með hann.“ Ísabella segist óendanlega þakklát öllum þeim sem staðið hafa við bakið á sér í ferlinu.aðsend Ísabella hvetur alla til að fylgjast með keppninni í kvöld. „Ég mun segja líffæragjafa söguna mína og hvernig mitt markmið í lífinu er að elta drauma sína. Þetta er minn stærsti draumur að rætast. Ég er svo óendanlega þakklát öllum sem hafa staðið á bakvið mig og ég get ekki beðið með að vinna meira með þessu fólki í framtíðinni. En svo er ég líka mjög spennt að krýna næstu drottningu.“ Áhugasamir geta fylgst með keppninni hér.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð. 17. apríl 2023 09:43