Steph Curry fór holu í höggi á stjörnugolfmóti Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2023 07:00 Steph Curry er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Isaiah Vazquez/Getty Images Körfuboltamaðurinn Steph Curry sýndi það og sannaði í gær að hann er ekki bara góð skytta á körfuboltavellinum. Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023 Körfubolti NBA Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Curry tekur um þessar mundir þátt á stjörnugolfmótinu American Century Championship þar sem stjörnur á borð við Aaron Rodgers, Ray Allen, Ray Romano og Miles Teller leika listir sínar á golfvellinum. Mótið er punktakeppni og trónir Curry á toppnum eftir tvo hringi með 50 punkta, þremur meira en Joe Pavelski og Mardy Fish sem eru með 47 punkta í 2.-3. sæti. Það sem hjálpaði Curry líklega hvað mest að ná forskoti á mótinu var annars vegar örn á fjórðu holu á Edgewood Tahoe South-vellinum á fyrsta hring og svo hola í höggi á sjöundu holu í gær. Fyrir örninn nældi Curry sér í sex punkta og átta punkta fyrir að fara holu í höggi. Eins og gefur að skilja var Curry hæstánægður þegar hann sá kúluna detta ofan í holuna og fagnaði eins og óður maður með því að hlaupa alla leið frá teignum og inn á flöt til að staðfesta að kúlan hafi vissulega endað ofan í holunni. Þetta skemmtilega atvik má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan. STEPH CURRY HOLE-IN-ONE. pic.twitter.com/7ONrBCKdfM— Hoop Central (@TheHoopCentral) July 15, 2023
Körfubolti NBA Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira