Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2023 07:45 Slökkviliðið berst við eldinn sem kviknaði í skúrnum. Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þorsteinn Gunnar Gunnarsson, varðstjóri hjá aðgerðastjórn Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, var á leið heim eftir vaktaskipti þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir að slökkviliðið hafi fengið útkall rétt yfir þrjú í nótt um að kviknað væri í skúr í Stekkjarbakka. Starfi slökkviliðsins í Stekkjarbakka lauk upp úr sex.Aðsent/Viktor Freyr A. „Svo þegar fyrsta stöðin kemur á vettvang þá sér hún að þetta er mikill eldur þannig hún kallar eftir aðstoð. Þetta hús var fullt af drasli og erfitt að eiga við það. Mikill eldsmatur í þessu þannig það tók töluverðan tíma að slökkva í þessu,“ sagði Þorsteinn. „En það var engin hætta á ferðum gagnvart öðrum húsum eða gróðri eða svoleiðis þannig þeir tóku sér bara tíma í þetta,“ sagði hann. Þá var enginn inni í skúrnum þegar kviknaði í honum. Kalla þurfti út slökkviliðsbíla af þremur stöðvum vegna brunans.Aðsent/Viktor Freyr A. Ekki vitað hvað olli eldinum Slökkvistarf tók töluverðan tíma, að sögn Þorsteins lauk því ekki fyrr en upp úr sex í morgun. Ástæðan var að skúrinn var fullur af dóti og erfitt að komast að honum. Þorsteinn veit þó ekki hvað olli brunanum. „Við vitum ekkert af hverju kviknaði í þarna. Það hefur ekki komið í ljós,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið mikill eldsmatur sem olli því að það varð alelda strax og erfitt að slökkva í þessu.“ Skúrinn var fullur af drasli sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir.Aðsent/Viktor Freyr A. Þrátt fyrir að um lítinn skúr væri að ræða voru slökkviliðsbílar af þremur stöðvum kallaðir út. Þorsteinn segir mikla handavinnu hafa verið við útkallið. „Þetta endaði með því að við fengum þrjár stöðvar, Tunguháls, Skógarhlíð og Hafnarfjörð. Okkur vantaði hendur til þess að rífa veggi niður. Þetta var svona handavinna,“ sagði Þorsteinn að lokum. Mikill reykur stígur upp úr brunarústunum.Aðsent/Viktor Freyr A. Lögreglan var auðvitað mætt á vettvang líka en þar að auki komu forvitnir borgarar til að fylgjast með störfum slökkviliðsins.Aðsent/Viktor Freyr A.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira