Tími Onana hjá Manchester United er núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 07:31 Andre Onana lék með Internazionale í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester City í vor. Getty/Jonathan Moscrop Manchester United hefur loksins náð samkomulagi við ítalska félagið Internazonale um kaup á kamerúnska markverðinum Andre Onana. United er að leita að eftirmanni David De Gea en þeim spænska var ekki boðinn áframhaldandi samning og tilkynnti á dögunum að tólf ára tími hans hjá United væri á enda. Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og henti í hið fræga „Here we go“ sem þýðir bara eitt. Onana á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samninginn en United borgar fimmtíu milljónir evra fyrir hann. ESPN fékk líka þær upplýsingar að um leið og Onana er klár sem leikmaður United þá mun Dean Henderson fara formlega af fullu til Nottingham Forest en ekki vera lengur á láni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Onana sían þeir unnu saman hjá Ajax Amsterdam. United mun nú reyna að tryggja sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo hann geti spilað með liðinu í æfingaferðinni þangað. Onana verður önnur kaup United í sumar á eftir kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Mason Mount frá Chelsea. Onana er 27 ára gamall og hefur verið hjá Inter Milan í aðeins eitt tímabil. Hann lék með Ajax frá 2016 til 2022. Hann kom sér í fréttirnar á HM í Katar í desember síðastliðnum þegar landsliðsþjálfarinn sendi hann heim á miðju móti eftir rifildi um leikaðferðir liðsins. Hann hætti síðan í landsliðinu stuttu síðar. André Onana to Manchester United, it s finally here we go! Clubs are closing in on the agreement then Onana will travel for medical tests and contract signing.Man Utd set to request VISA for Onana for USA trip.Ten Hag will have the new goalkeeper he wanted. pic.twitter.com/hWQX9svsMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
United er að leita að eftirmanni David De Gea en þeim spænska var ekki boðinn áframhaldandi samning og tilkynnti á dögunum að tólf ára tími hans hjá United væri á enda. Fabrizio Romano segir að samkomulag sé í höfn og henti í hið fræga „Here we go“ sem þýðir bara eitt. Onana á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samninginn en United borgar fimmtíu milljónir evra fyrir hann. ESPN fékk líka þær upplýsingar að um leið og Onana er klár sem leikmaður United þá mun Dean Henderson fara formlega af fullu til Nottingham Forest en ekki vera lengur á láni. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, þekkir vel til Onana sían þeir unnu saman hjá Ajax Amsterdam. United mun nú reyna að tryggja sér vegabréfsáritun til Bandaríkjanna svo hann geti spilað með liðinu í æfingaferðinni þangað. Onana verður önnur kaup United í sumar á eftir kaupunum á enska landsliðsmiðjumanninum Mason Mount frá Chelsea. Onana er 27 ára gamall og hefur verið hjá Inter Milan í aðeins eitt tímabil. Hann lék með Ajax frá 2016 til 2022. Hann kom sér í fréttirnar á HM í Katar í desember síðastliðnum þegar landsliðsþjálfarinn sendi hann heim á miðju móti eftir rifildi um leikaðferðir liðsins. Hann hætti síðan í landsliðinu stuttu síðar. André Onana to Manchester United, it s finally here we go! Clubs are closing in on the agreement then Onana will travel for medical tests and contract signing.Man Utd set to request VISA for Onana for USA trip.Ten Hag will have the new goalkeeper he wanted. pic.twitter.com/hWQX9svsMV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 16, 2023
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Fleiri fréttir Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira